Fyrrverandi landsliðsþjálfari Norður-Kóreu tekur við Skallagrími Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 12:30 Richi Gonzalez er reyndur þjálfari. mynd/skallagrímur Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Skallagrímur hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins í körfubolta. Sá heitir Ricardo Gonzalez Dávila (Richi Gonzalez) og er 45 ára Spánverji. Eiginkona hans hefur einnig verið ráðin til Skallagríms. Hún heitir Lidia Mirchandani og er 39 ára. Þau munu flytja í Borgarnes á haustmánuðum ásamt tveimur börnum. Þau munu einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Skallagrími. Richi tekur við þjálfarastöðunni af landa sínum, Manuel Rodriguez, sem hefur þjálfað Skallagrím undanfarin tvö ár. Manuel kom Skallagrími upp í Domino's deildina í fyrra og á síðasta tímabili lentu Borgnesingar í 3. sæti deildarinnar og féllu úr leik fyrir Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Þá komst Skallagrímur í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Eftir tímabilið var Manuel sagt upp störfum.Lidia Mirchandani vann fjölmarga titla á sínum leikmannaferli.mynd/skallagrímurRichi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli. Hann er menntaður þjálfari og hefur meira og minna starfað við þjálfun frá 1992. Fyrstu árin þjálfaði hann yngri flokka í Madríd á Spáni en hefur síðan þjálfað kvenna- og/eða karlalið m.a. í efstu deildum á Spáni, Bólivíu og Síle. Richi var um tíma landsliðsþjálfari kvenna hjá Norður-Kóreu og stýrði kvennalandsliði Síle í þrjú ár auk þess að stýra U-16 og U-18 ára kvennalandsliðum Síle á sama tíma. Á þessum árum náði Síle sínum besta árangri frá upphafi og má þar nefna að A-landsliðið vann til fernra verðlauna á þremur árum. Lidia, eiginkona Richi, hefur verið atvinnumaður víða um Evrópu. Hún var leikstjórnandi spænska landsliðsins, hefur spilað 68 landsleiki og tekið þátt bæði í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Þegar hún var upp á sitt besta þá vann hún m.a. landstitla á Ítalíu, Sviss, Spáni, Síle og Rússlandi en þar spilaði hún með Spartak Moscow sem hrósaði sigri í Evrópukeppni með hennar aðstoð. Hún hefur fengið nokkra MVP titla í löndum þar sem hún hefur leikið. Lidia hefur einnig talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun en undanfarið ár hefur hún ásamt því að þjálfa og spila lítillega á Spáni starfað hjá samtökum sem aðstoða spænskar körfuknattleikskonur að komast á háskólasamning í Bandaríkjunum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07 Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Manuel látinn fara frá Skallagrími Spánverjinn litríki stýrir kvennaliði Skallagríms ekki áfram í Domino´s-deild kvenna. 24. maí 2017 13:07
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti