Hátt í 700 tilkynningar um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 19:30 Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. Barnaheill hefur frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Sérstaka ábendingalínu, sem starfrækt er í samstarfi við ríkislögreglustjóra, er að finna á vefsíðu samtakanna, en þar er hægt að senda inn nafnlausar ábendingar um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu, mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum og fleira. Alls bárust 649 tilkynningar í gegnum ábendingalínuna á síðasta ári, og þar af leiddu sex þeirra til frekari rannsóknar lögreglu. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir tilkynningarnar talsvert færri en áður. „Það getur verið vegna þess að innan samfélagsmiðlanna eru tilkynningakerfi og folk notar þau kerfi örugglega í auknum mæli. Svo er kannski umræðan of hljóðlát undanfarin misseri. Það er full ástæða til að vekja aftur athygli á dreifingu myndefnis á netinu,” segir Þóra. Dreifing myndefnis geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Nú er auðvitað uppi gríðarlega hávær umræða um það sem kallast sexting sem getur leitt það af sér að fólk verður fyrir kúgun eða hótunum ef það deilir ekki myndum af sér. Ef einu sinni er komin mynd á netið sem inniheldur nekt eða einhvers konar ofbeldi gegn barni er hægt að nýta þá mynd í þeim tilgangi að fá meira, að kalla eftir meiru," segir hún, og hvetur fólk jafnframt til þess að kynna sér ábendingalínu Barnaheilla. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Samtökin Barnaheill fengu á síðasta ári hátt í sjö hundruð tilkynningar um börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldi á netinu. Tilkynningum hefur fækkað um allt að helming á milli ára. Barnaheill hefur frá árinu 2001 tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Sérstaka ábendingalínu, sem starfrækt er í samstarfi við ríkislögreglustjóra, er að finna á vefsíðu samtakanna, en þar er hægt að senda inn nafnlausar ábendingar um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu, mansal á börnum, klámefni sem er aðgengilegt börnum og fleira. Alls bárust 649 tilkynningar í gegnum ábendingalínuna á síðasta ári, og þar af leiddu sex þeirra til frekari rannsóknar lögreglu. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum, segir tilkynningarnar talsvert færri en áður. „Það getur verið vegna þess að innan samfélagsmiðlanna eru tilkynningakerfi og folk notar þau kerfi örugglega í auknum mæli. Svo er kannski umræðan of hljóðlát undanfarin misseri. Það er full ástæða til að vekja aftur athygli á dreifingu myndefnis á netinu,” segir Þóra. Dreifing myndefnis geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Nú er auðvitað uppi gríðarlega hávær umræða um það sem kallast sexting sem getur leitt það af sér að fólk verður fyrir kúgun eða hótunum ef það deilir ekki myndum af sér. Ef einu sinni er komin mynd á netið sem inniheldur nekt eða einhvers konar ofbeldi gegn barni er hægt að nýta þá mynd í þeim tilgangi að fá meira, að kalla eftir meiru," segir hún, og hvetur fólk jafnframt til þess að kynna sér ábendingalínu Barnaheilla.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira