Kannski svar bókmenntanna við samtímanum Magnús Guðmundsson skrifar 27. maí 2017 11:00 Rúnar Helgi Vignisson segir að það sé orðið auðveldara fyrir höfunda að ná í gegn með sannsögunni en ýmsum öðrum formum bókmenntanna enda vinsældir formsins ört vaxandi vestan hafs og víðar. Fréttablaðið/Anton Brink Það má kannski segja að þessi ráðstefna sé afleiðing af uppgangi bókmennta af þessu tagi, ekki síst vestan hafs,“ segir Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur, þýðandi og dósent í ritlist við Háskóla Íslands. Ráðstefnan sem um ræðir er alþjóðleg og kallast NonfictioNow og verður haldin í Reykjavík dagana 1. til 4. júní næstkomandi en þar er fjallað um óskálduð skrif af ýmsum toga. Rúnar Helgi segir að háskólar erlendis hafi brugðist við aukningu skrifa af þessum meiði með því að stofna sérstakar deildir í kringum þessa ört vaxandi bókmenntagrein. „Robin Hemley, sem stýrði einni þekktustu deildinni í þessum geira við háskólann í Iowa, stofnaði þessa ráðstefnu árið 2005 og hún hefur vaxið ört síðan og ferðast víða. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur til Evrópu og við megum vera stolt af því.“Aðgengilegur sannleikur Rúnar Helgi segir að í dag sé þetta einn helst vettvangur umræðu um þessa tegund af skrifum. „Bókmenntir sem þessar njóta æ meiri vinsælda og mér er sagt að það sé orðið auðveldara að koma óskálduðum bókum á framfæri enda seljist þær betur en skáldskapurinn. Þessi ráðstefna er að mestu helguð því sem ég hef kallað sannsögur og er mín tilraun til þess að þýða hugtakið creative non-fiction. Hugtak sem varð til á níunda áratugnum í Bandaríkjunum sem eins konar framhald af nýju blaðamennskunni eða new journalism. Þar voru menn farnir að skrifa blaðagreinar þar sem efninu var breytt í sögu og nýttu sér þannig frásagnaraðferðir skáldskaparins til þess að gera efnið aðgengilegra.“ Rúnar Helgi segir að það séu í raun fjölbreyttar bókmenntir sem falli innan þessarar greinar. Heimildarbókmenntir, ævisögur, ferðasögur, ljóðrænar ritgerðir og fleira. „Menn eru til að mynda farnir að beita ýmsum stílbrögðum við ævisagnaskrifin, sviðsetningar og samtöl eru orðin algengari svo dæmi sé tekið. Þannig hefur þetta haft mikil áhrif á ævisögur sem eru orðnar líkari skáldsögum aflestrar. Það er því kominn skapandi þáttur inn í þessi óskálduðu skrif og um leið eru skáldin farin að ryðja sér mikið til rúms á þessum vettvangi. Að lesa þessar bækur er oft mjög svipað því að lesa skáldskap enda eru þarna stíltilþrif og rými fyrir hið skáldlega þó að lögð sé áhersla á að þetta eigi allt að vera sannleikanum samkvæmt.“ Rúnar Helgi bendir á að jafnvel vísindamenn séu farnir að nýta sér þessar aðferðir til þess að koma sínum fræðum á framfæri. „Sumir þeirra hafa orðið heimsfrægir eins og Stephen Hawking og ég vil einnig halda því fram að velgengni Andra Snæs með Draumalandið sé að miklu leyti að því að þakka að hann nýtir sér aðferðir sannsögunnar.“Knausgaard og einkalífið Það koma mjög athyglisverðir gestir til með að taka þátt í NonfictioNow ráðstefnunni og þar á meðal er norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgaard sem hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín á undanförnum árum. „Það trúði nú enginn í ráðstefnustjórninni að okkur mundi takast að fá Knausgaard þegar ég stakk upp á honum. En það tókst fyrir milligöngu rithöfundarins og fræðimannsins Bergsveins Birgissonar sem býr í Noregi. Þetta var rétt fyrir EM í fótbolta í fyrra og Knausgaard samþykkti strax og sagði: Áfram Ísland!“ segir Rúnar Helgi og hlær. „Það er kannski enn ein jákvæð afleiðan af velgengni íslenska karlalandsliðsins í fótbolta að nú er Knausgaard að koma hingað á ráðstefnu enda kemur fram í bókunum hans að hann hafi haft gaman af að spila fótbolta.“ Knausgaard er vissulega eitt heitasta nafnið í heiminum í þessum geira og það hafa víða um heim spunnist miklar umræður um verk hans. Rúnar Helgi segir að maður geti velt vöngum yfir því af hverju skrif af þessu tagi verði til. „Kannski er þetta svar bókmenntanna við raunveruleikasjónvarpi, samfélagsmiðlum og öðru slíku. Vegna þess að hann skrifar um líf sitt nánast jafnóðum og það gerist og lýsir því í svo miklum smáatriðum og af svo mikilli færni er engu líkara en maður sé á staðnum. Hann er auðvitað mjög umdeildur og fer alveg öfugt ofan í suma en mér finnst að þegar honum tekst vel upp skrifi hann heimsklassa texta.“ Þess má geta að forlagið Sagarana hyggst gefa úr fyrsta kaflann í Min Kamp, eftir Knausgaard, í tvímálaútgáfu með íslenskri þýðingu Kristjáns Breiðfjörðs, í tengslum við ráðstefnuna.“Náttúran og Ísland En það koma einnig fleiri erlendir og spennandi höfundar á ráðstefnuna og má þar nefna Aisha Sabatini Sloan, en skrif hennar um kynþáttamál og fleiri málefni líðandi stundar hafa hlotið mikið lof. Einnig má nefna Gretel Ehrlich en Rúnar Helgi var einmitt rétt nýbúinn að taka á móti henni til landsins. „Það var gaman að taka á móti henni því hún er veðraður höfundur. Það sér maður ekki oft í hópi rithöfunda en hún minnti mig helst á Rax enda hefur hún verið talsvert á Grænlandi og hefur skrifað bók um Grænland. Hún er þó þekktust fyrir bókina Solace of Open Spaces, sem er einhver fegursti bókartitill bandarískra samtímabókmennta. Hún bjó lengi í Wyoming og skrifaði mikið um kúrekana þar og ég held að tengsl hennar við náttúruna geti höfðað mikið til Íslendinga. Ekki spillir að hún skrifar fádæma ljóðrænan og fallegan texta.“ Rúnar Helgi segir að enn geti allt áhugafólk um bókmenntir skráð sig á ráðstefnuna í gegnum heimasíðuna NonfictioNow.org. „Að auki opnum við fyrir aðalfyrirlesarana fjóra sem verða í Hörpu og það geta allir keypt sig inn á þá fyrirlestra á vægu verði og við höfum þar rými fyrir allt að 400 manns umfram ráðstefnugesti. Það er kjörið tækifæri fyrir almenning sem hefur áhuga á bókmenntum að heyra aðeins í þessum snillingum í skemmtilegu umhverfi og svo er líka hliðardagskrá í Norræna húsinu, opin og ókeypis, þar sem höfundar koma og lesa úr verkum sínum þannig að ég hvet alla til þess að koma og fylgjast með.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí. Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Það má kannski segja að þessi ráðstefna sé afleiðing af uppgangi bókmennta af þessu tagi, ekki síst vestan hafs,“ segir Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur, þýðandi og dósent í ritlist við Háskóla Íslands. Ráðstefnan sem um ræðir er alþjóðleg og kallast NonfictioNow og verður haldin í Reykjavík dagana 1. til 4. júní næstkomandi en þar er fjallað um óskálduð skrif af ýmsum toga. Rúnar Helgi segir að háskólar erlendis hafi brugðist við aukningu skrifa af þessum meiði með því að stofna sérstakar deildir í kringum þessa ört vaxandi bókmenntagrein. „Robin Hemley, sem stýrði einni þekktustu deildinni í þessum geira við háskólann í Iowa, stofnaði þessa ráðstefnu árið 2005 og hún hefur vaxið ört síðan og ferðast víða. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur til Evrópu og við megum vera stolt af því.“Aðgengilegur sannleikur Rúnar Helgi segir að í dag sé þetta einn helst vettvangur umræðu um þessa tegund af skrifum. „Bókmenntir sem þessar njóta æ meiri vinsælda og mér er sagt að það sé orðið auðveldara að koma óskálduðum bókum á framfæri enda seljist þær betur en skáldskapurinn. Þessi ráðstefna er að mestu helguð því sem ég hef kallað sannsögur og er mín tilraun til þess að þýða hugtakið creative non-fiction. Hugtak sem varð til á níunda áratugnum í Bandaríkjunum sem eins konar framhald af nýju blaðamennskunni eða new journalism. Þar voru menn farnir að skrifa blaðagreinar þar sem efninu var breytt í sögu og nýttu sér þannig frásagnaraðferðir skáldskaparins til þess að gera efnið aðgengilegra.“ Rúnar Helgi segir að það séu í raun fjölbreyttar bókmenntir sem falli innan þessarar greinar. Heimildarbókmenntir, ævisögur, ferðasögur, ljóðrænar ritgerðir og fleira. „Menn eru til að mynda farnir að beita ýmsum stílbrögðum við ævisagnaskrifin, sviðsetningar og samtöl eru orðin algengari svo dæmi sé tekið. Þannig hefur þetta haft mikil áhrif á ævisögur sem eru orðnar líkari skáldsögum aflestrar. Það er því kominn skapandi þáttur inn í þessi óskálduðu skrif og um leið eru skáldin farin að ryðja sér mikið til rúms á þessum vettvangi. Að lesa þessar bækur er oft mjög svipað því að lesa skáldskap enda eru þarna stíltilþrif og rými fyrir hið skáldlega þó að lögð sé áhersla á að þetta eigi allt að vera sannleikanum samkvæmt.“ Rúnar Helgi bendir á að jafnvel vísindamenn séu farnir að nýta sér þessar aðferðir til þess að koma sínum fræðum á framfæri. „Sumir þeirra hafa orðið heimsfrægir eins og Stephen Hawking og ég vil einnig halda því fram að velgengni Andra Snæs með Draumalandið sé að miklu leyti að því að þakka að hann nýtir sér aðferðir sannsögunnar.“Knausgaard og einkalífið Það koma mjög athyglisverðir gestir til með að taka þátt í NonfictioNow ráðstefnunni og þar á meðal er norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgaard sem hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín á undanförnum árum. „Það trúði nú enginn í ráðstefnustjórninni að okkur mundi takast að fá Knausgaard þegar ég stakk upp á honum. En það tókst fyrir milligöngu rithöfundarins og fræðimannsins Bergsveins Birgissonar sem býr í Noregi. Þetta var rétt fyrir EM í fótbolta í fyrra og Knausgaard samþykkti strax og sagði: Áfram Ísland!“ segir Rúnar Helgi og hlær. „Það er kannski enn ein jákvæð afleiðan af velgengni íslenska karlalandsliðsins í fótbolta að nú er Knausgaard að koma hingað á ráðstefnu enda kemur fram í bókunum hans að hann hafi haft gaman af að spila fótbolta.“ Knausgaard er vissulega eitt heitasta nafnið í heiminum í þessum geira og það hafa víða um heim spunnist miklar umræður um verk hans. Rúnar Helgi segir að maður geti velt vöngum yfir því af hverju skrif af þessu tagi verði til. „Kannski er þetta svar bókmenntanna við raunveruleikasjónvarpi, samfélagsmiðlum og öðru slíku. Vegna þess að hann skrifar um líf sitt nánast jafnóðum og það gerist og lýsir því í svo miklum smáatriðum og af svo mikilli færni er engu líkara en maður sé á staðnum. Hann er auðvitað mjög umdeildur og fer alveg öfugt ofan í suma en mér finnst að þegar honum tekst vel upp skrifi hann heimsklassa texta.“ Þess má geta að forlagið Sagarana hyggst gefa úr fyrsta kaflann í Min Kamp, eftir Knausgaard, í tvímálaútgáfu með íslenskri þýðingu Kristjáns Breiðfjörðs, í tengslum við ráðstefnuna.“Náttúran og Ísland En það koma einnig fleiri erlendir og spennandi höfundar á ráðstefnuna og má þar nefna Aisha Sabatini Sloan, en skrif hennar um kynþáttamál og fleiri málefni líðandi stundar hafa hlotið mikið lof. Einnig má nefna Gretel Ehrlich en Rúnar Helgi var einmitt rétt nýbúinn að taka á móti henni til landsins. „Það var gaman að taka á móti henni því hún er veðraður höfundur. Það sér maður ekki oft í hópi rithöfunda en hún minnti mig helst á Rax enda hefur hún verið talsvert á Grænlandi og hefur skrifað bók um Grænland. Hún er þó þekktust fyrir bókina Solace of Open Spaces, sem er einhver fegursti bókartitill bandarískra samtímabókmennta. Hún bjó lengi í Wyoming og skrifaði mikið um kúrekana þar og ég held að tengsl hennar við náttúruna geti höfðað mikið til Íslendinga. Ekki spillir að hún skrifar fádæma ljóðrænan og fallegan texta.“ Rúnar Helgi segir að enn geti allt áhugafólk um bókmenntir skráð sig á ráðstefnuna í gegnum heimasíðuna NonfictioNow.org. „Að auki opnum við fyrir aðalfyrirlesarana fjóra sem verða í Hörpu og það geta allir keypt sig inn á þá fyrirlestra á vægu verði og við höfum þar rými fyrir allt að 400 manns umfram ráðstefnugesti. Það er kjörið tækifæri fyrir almenning sem hefur áhuga á bókmenntum að heyra aðeins í þessum snillingum í skemmtilegu umhverfi og svo er líka hliðardagskrá í Norræna húsinu, opin og ókeypis, þar sem höfundar koma og lesa úr verkum sínum þannig að ég hvet alla til þess að koma og fylgjast með.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. maí.
Menning Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira