Engin betri menntun fyrir rithöfund en að þýða Magnús Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 11:00 Kristof Magnusson hefur tekist á við fjölbreytta flóru íslenskra verka í þýðingum sínum á síðustu árum. Mynd/Gunnar Klack Þýðingar eru bókmenntum gríðarlega mikilvægar og þá sérstaklega þeim verkum sem eru skrifuð á tungumáli á borð við íslenskuna sem er eðli málsins samkvæmt smátt málsvæði. Á undanförnum árum hefur vegur íslenskra höfunda farið mjög vaxandi í Þýskalandi en á meðal ötullra þýðenda þar í landi er Kristof Magnusson sem starfar bæði sem rithöfundur og þýðandi. Kristof hlaut fyrir skömmu hin virtu þýðingarverðlaun Rowohlt-stofnunarinnar fyrir þýðingar sýnar á íslenskum bókmenntum. Kristof er búsettur í Berlín og hann segir að menningarlífið í borginni sé orðið svo íslenskt og með miklum ágætum að það sé farið að minna á hundrað og einn. „Ég var reyndar einmitt að koma úr upplestrarferð með Hallgrími Helgasyni um Þýskaland, þannig að þetta er hérna allt saman.“Þórbergur mannraun Kristof, sem er fæddur og uppalinn í Hamborg og á íslenskan föður en þýska móður, segir að hann hafi reyndar hafið ferilinn sem rithöfundur. „Ég sendi frá mér mína fyrstu skáldsögu fyrir um það bil tólf árum og hún gerist að hluta til á Íslandi. Að auki þá hef ég alltaf verið mikill aðdáandi verka Einars Kárasonar og hans verk hafa sterk áhrif á mig og minn stíl. En eftir að fyrsta skáldsaga mín kom út þá hringdi útgefandi Einars í mig og sagði mér að stíllinn hjá mér hefði nú minnt sig á Einar og hvort ég væri ekki til í að taka að mér að þýða Storm. Svona byrjaði það.“ Á þeim árum sem hafa liðið síðan Kristof byrjaði að glíma við þýðingarnar samhliða eigin ritstörfum hefur hann tekist á við fjölbreytt verk. Þar á meðal má nefna Grettis sögu, Íslenskan aðal eftir Þórberg Þórðarson og verk samtímahöfunda á borð við Einar Kárason, Hallgrím Helgason, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Auði Jónsdóttur. En Kristof hefur afar jákvætt hugarfar gagnvart þessu fjölbreytta verkefnavali. „Það er margt skemmtilegt í boði og gott ef maður getur aðeins valið. Þar sem ég er bæði þýðandi og rithöfundur þá er ég í þeirri þægilegu stöðu að geta tekið að mér einvörðungu það sem mér finnst spennandi og áhugavert. Íslenskur aðall var vissulega dæmi um það en hins vegar þá var það óneitanlega talsverð mannraun. Ég er reyndar á þeirri skoðun að það sé engin betri menntun til fyrir rithöfund en að þýða. Það felur í sér stöðuga endurmenntun sem maður fær greitt fyrir.“Mynd/Gunnar KlackÚrval þýðinga Kristof segir að bókamarkaðurinn í Þýskalandi sé sérstakur að því leyti að þar sé mun meiri áhersla á þýðingar en víðast annars staðar í svo stórum málsamfélögum. „Af einhverjum ástæðum hefur þetta alltaf verið þannig. Hlutfallið af þýddum bókmenntum er miklu hærra en t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem það er svona um 4% en í Þýskalandi er þetta sama hlutfall um 20-30% sem er ótrúlega hátt. En það hefur alltaf verið mikil þýðingamenning í Þýskalandi allt frá því að Martin Luther fór að þýða Biblíuna yfir á þýsku og síðan þá hefur þetta verið viðurkennt sem mikilvægur hluti af menningunni.“ Kristof segir að þetta efli ekki aðeins bókmenninguna í heild sinni heldur hafi þetta afar jákvæð áhrif á umhverfi þýskra rithöfunda. „Hér eru til að mynda meistaraverk heimsbókmenntanna fáanleg í mörgum mismunandi þýðingum sem er mjög áhugavert. Sem dæmi má nefna að á síðustu fimmtán árum hafa komið út tvær nýjar þýðingar á Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakov og það að geta lesið mismunandi þýðingar er sannkallað ríkidæmi. En svo eru líka margir íslenskir rithöfundar að þýða eins og ég og við það skapast líka áhugavert og gefandi samtal.“Þjóðverjar rómantískir Kristof fer mikið um Þýskaland með íslenskum höfundum til þess að lesa úr verkum þeirra. Hann segir að það sé reyndar mjög sérstakt við bókmenntalífið í þýskumælandi löndum hversu mikið er um upplestra. „Í flestum smábæjum og satt best að segja krummaskuðum þá er alltaf annaðhvort menningarfélag eða bókabúð sem er að skipuleggja upplestra. Þangað mætir alltaf mikið af fólki sem hefur áhuga á Íslandi og íslenskum bókmenntum og þessi upplestrarmenning er gríðarlega mikilvæg fyrir bókmenntirnar í Þýskalandi. Þjóðverjum finnst svo gaman að sitja og segja sér sögu. Ég held að Þjóðverjar séu að einhverju leyti mjög rómantískir, þrátt fyrir að þeir vilji ekki viðurkenna það, en þetta er svona stemning eins og að sitja framan við arininn og afi er að lesa sögu.“ En að hverju skyldi Kristof vera að vinna um þessar mundir? „Ég þýddi Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur og hún kom út hér fyrir nokkrum mánuðum. En núna er ég á lokasprettinum með Sturlungabækurnar hans Einars og þær eiga að koma allar fjórar í einu bindi. Ég er mjög spenntur fyrir þessu því það var búið að gefa út Ofsa og Óvinafagnað hér en núna er forlagið búið að ákveða að gefa þetta út í einni bók og markaðssetja það sem eitt af mikilvægari bókmenntaverkum sem hafa komið út á Íslandi. Ég á bara svona um fjörutíu blaðsíður eftir og svo kemur þetta út í maí og ég hlakka mikið til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. febrúar. Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þýðingar eru bókmenntum gríðarlega mikilvægar og þá sérstaklega þeim verkum sem eru skrifuð á tungumáli á borð við íslenskuna sem er eðli málsins samkvæmt smátt málsvæði. Á undanförnum árum hefur vegur íslenskra höfunda farið mjög vaxandi í Þýskalandi en á meðal ötullra þýðenda þar í landi er Kristof Magnusson sem starfar bæði sem rithöfundur og þýðandi. Kristof hlaut fyrir skömmu hin virtu þýðingarverðlaun Rowohlt-stofnunarinnar fyrir þýðingar sýnar á íslenskum bókmenntum. Kristof er búsettur í Berlín og hann segir að menningarlífið í borginni sé orðið svo íslenskt og með miklum ágætum að það sé farið að minna á hundrað og einn. „Ég var reyndar einmitt að koma úr upplestrarferð með Hallgrími Helgasyni um Þýskaland, þannig að þetta er hérna allt saman.“Þórbergur mannraun Kristof, sem er fæddur og uppalinn í Hamborg og á íslenskan föður en þýska móður, segir að hann hafi reyndar hafið ferilinn sem rithöfundur. „Ég sendi frá mér mína fyrstu skáldsögu fyrir um það bil tólf árum og hún gerist að hluta til á Íslandi. Að auki þá hef ég alltaf verið mikill aðdáandi verka Einars Kárasonar og hans verk hafa sterk áhrif á mig og minn stíl. En eftir að fyrsta skáldsaga mín kom út þá hringdi útgefandi Einars í mig og sagði mér að stíllinn hjá mér hefði nú minnt sig á Einar og hvort ég væri ekki til í að taka að mér að þýða Storm. Svona byrjaði það.“ Á þeim árum sem hafa liðið síðan Kristof byrjaði að glíma við þýðingarnar samhliða eigin ritstörfum hefur hann tekist á við fjölbreytt verk. Þar á meðal má nefna Grettis sögu, Íslenskan aðal eftir Þórberg Þórðarson og verk samtímahöfunda á borð við Einar Kárason, Hallgrím Helgason, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Auði Jónsdóttur. En Kristof hefur afar jákvætt hugarfar gagnvart þessu fjölbreytta verkefnavali. „Það er margt skemmtilegt í boði og gott ef maður getur aðeins valið. Þar sem ég er bæði þýðandi og rithöfundur þá er ég í þeirri þægilegu stöðu að geta tekið að mér einvörðungu það sem mér finnst spennandi og áhugavert. Íslenskur aðall var vissulega dæmi um það en hins vegar þá var það óneitanlega talsverð mannraun. Ég er reyndar á þeirri skoðun að það sé engin betri menntun til fyrir rithöfund en að þýða. Það felur í sér stöðuga endurmenntun sem maður fær greitt fyrir.“Mynd/Gunnar KlackÚrval þýðinga Kristof segir að bókamarkaðurinn í Þýskalandi sé sérstakur að því leyti að þar sé mun meiri áhersla á þýðingar en víðast annars staðar í svo stórum málsamfélögum. „Af einhverjum ástæðum hefur þetta alltaf verið þannig. Hlutfallið af þýddum bókmenntum er miklu hærra en t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem það er svona um 4% en í Þýskalandi er þetta sama hlutfall um 20-30% sem er ótrúlega hátt. En það hefur alltaf verið mikil þýðingamenning í Þýskalandi allt frá því að Martin Luther fór að þýða Biblíuna yfir á þýsku og síðan þá hefur þetta verið viðurkennt sem mikilvægur hluti af menningunni.“ Kristof segir að þetta efli ekki aðeins bókmenninguna í heild sinni heldur hafi þetta afar jákvæð áhrif á umhverfi þýskra rithöfunda. „Hér eru til að mynda meistaraverk heimsbókmenntanna fáanleg í mörgum mismunandi þýðingum sem er mjög áhugavert. Sem dæmi má nefna að á síðustu fimmtán árum hafa komið út tvær nýjar þýðingar á Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakov og það að geta lesið mismunandi þýðingar er sannkallað ríkidæmi. En svo eru líka margir íslenskir rithöfundar að þýða eins og ég og við það skapast líka áhugavert og gefandi samtal.“Þjóðverjar rómantískir Kristof fer mikið um Þýskaland með íslenskum höfundum til þess að lesa úr verkum þeirra. Hann segir að það sé reyndar mjög sérstakt við bókmenntalífið í þýskumælandi löndum hversu mikið er um upplestra. „Í flestum smábæjum og satt best að segja krummaskuðum þá er alltaf annaðhvort menningarfélag eða bókabúð sem er að skipuleggja upplestra. Þangað mætir alltaf mikið af fólki sem hefur áhuga á Íslandi og íslenskum bókmenntum og þessi upplestrarmenning er gríðarlega mikilvæg fyrir bókmenntirnar í Þýskalandi. Þjóðverjum finnst svo gaman að sitja og segja sér sögu. Ég held að Þjóðverjar séu að einhverju leyti mjög rómantískir, þrátt fyrir að þeir vilji ekki viðurkenna það, en þetta er svona stemning eins og að sitja framan við arininn og afi er að lesa sögu.“ En að hverju skyldi Kristof vera að vinna um þessar mundir? „Ég þýddi Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur og hún kom út hér fyrir nokkrum mánuðum. En núna er ég á lokasprettinum með Sturlungabækurnar hans Einars og þær eiga að koma allar fjórar í einu bindi. Ég er mjög spenntur fyrir þessu því það var búið að gefa út Ofsa og Óvinafagnað hér en núna er forlagið búið að ákveða að gefa þetta út í einni bók og markaðssetja það sem eitt af mikilvægari bókmenntaverkum sem hafa komið út á Íslandi. Ég á bara svona um fjörutíu blaðsíður eftir og svo kemur þetta út í maí og ég hlakka mikið til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. febrúar.
Menning Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira