Ólafía: Tilfinningin er æðisleg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júní 2017 19:30 Ólafía spjallar við aðdáendur í dag. vísir/friðrik þór Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á morgun fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að taka þátt á risamóti í golfi. Þá hefst KPMG PGA-meistaramótið í Chicago og okkar kona verður þar á meðal keppenda. „Tilfinningin er æðisleg. Mjög skemmtilegt og spennandi fram undan,“ segir Ólafía við Þorstein Hallgrímsson sem er ytra ásamt Friðriki Þór Halldórssyni myndatökumanni. „Vellinum er stillt upp mjög erfiðum því þetta er stórmót. Brautirnar eru þröngar, röffið er hátt og þétt. Grínin eru tricky og þetta er því allur pakkinn,“ segir okkar kona brosmild að venju og bætir við það sé betra að vera í sandgryfju en karganum. Í fyrstu var talið að Ólafía hefði fengið boð á mótið en síðar kom í ljós að hún hafði unnið sér inn þátttökurétt með spilamennsku sinni á LPGA-mótaröðinni. „Ég met það mikils að hafa unnið mér þetta inn sjálf,“ segir Ólafía en hún hefur verið að glíma við eymsli í öxl. „Ég er ekki alveg orðin 100 prósent góð. Ég er dugleg að fara til sjúkraþjálfara, teygja og gera alls konar æfingar.“ Ólafía er búin að upplifa mikið síðustu mánuði en hvað er mest spennandi við að vea á þessari sterkustu mótaröð heims? „Ég fæ að spila ótrúlega góða velli og þetta er allt svo fagmannlegt og skemmtilegt. Það er erfitt að taka langar tarnir og vera frá öllum í lengri tíma. Líka þegar gengur ekki vel auðvitað.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30 Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á morgun fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að taka þátt á risamóti í golfi. Þá hefst KPMG PGA-meistaramótið í Chicago og okkar kona verður þar á meðal keppenda. „Tilfinningin er æðisleg. Mjög skemmtilegt og spennandi fram undan,“ segir Ólafía við Þorstein Hallgrímsson sem er ytra ásamt Friðriki Þór Halldórssyni myndatökumanni. „Vellinum er stillt upp mjög erfiðum því þetta er stórmót. Brautirnar eru þröngar, röffið er hátt og þétt. Grínin eru tricky og þetta er því allur pakkinn,“ segir okkar kona brosmild að venju og bætir við það sé betra að vera í sandgryfju en karganum. Í fyrstu var talið að Ólafía hefði fengið boð á mótið en síðar kom í ljós að hún hafði unnið sér inn þátttökurétt með spilamennsku sinni á LPGA-mótaröðinni. „Ég met það mikils að hafa unnið mér þetta inn sjálf,“ segir Ólafía en hún hefur verið að glíma við eymsli í öxl. „Ég er ekki alveg orðin 100 prósent góð. Ég er dugleg að fara til sjúkraþjálfara, teygja og gera alls konar æfingar.“ Ólafía er búin að upplifa mikið síðustu mánuði en hvað er mest spennandi við að vea á þessari sterkustu mótaröð heims? „Ég fæ að spila ótrúlega góða velli og þetta er allt svo fagmannlegt og skemmtilegt. Það er erfitt að taka langar tarnir og vera frá öllum í lengri tíma. Líka þegar gengur ekki vel auðvitað.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30 Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00