Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. júní 2017 14:45 Það væri gaman að vita hve stór prósenta þessa ágæta fólks sem hér bíður í röð sé meðlimir umræddrar Facebook grúppu. Facebook hópurinn Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð. er líklega einn sá fjölmennasti og virkasti á landinu. Þar er markmiðið, eins og segir í lýsingu hópsins, að „Deil[a] gleðinni og segj[a] frá kaupum okkar í Costco.“ Sú lýsing er ansi nákvæm. Blaðamaður brá sér í ferðalag niður tímalínuna í hópnum í leit að gullmolum, innblásinn af meðlimum hópsins umrædda sem leita gjarnan gullmola í hillum Móðurskipsins (Costco sko) – og hafði umtalsvert upp úr krafsinu.Umræðurnar Í hópnum eru um 80 þúsund manns og þar sem fleiri en tveir Íslendinga koma saman verða oft snörp orðaskipti. Í grúppunni er mikið rifist um ágæti Costco. Stóra málið í grúppunni er líklega ráðgátan um bensínið. Einhverjir sem hafa tekið bensín í Costco vilja meina að um sé að ræða töluvert betra bensín en gengur og gerist á öðrum bensínstöðvum – það er gjarnan útskýrt með því að engu etanóli sé blandað í eldsneytið, en það tíðkast að sögn hjá flestum olíufélögum landsins. Því kemstu töluvert lengra á Costco eldsneytinu og þetta geta meðal annars atvinnubílstjórar sem stunda grúppuna vottað. Einhver metnaðarfullur Costco verji tók upp á því að elta vörubíl frá Skeljungi upp í Costco, mörgum til mikillar skelfingar. Þó stendur etanól-kenningin enn traustum fótum. Það er engin leið að segja hvenær þessi deila mun enda. Öllu jákvæðari umræða skapaðist þó í kringum innlegg þar sem kona nokkur spyr hvort Costco selji „píkusápu“ en hún hafði skroppið í Móðurskipið þar sem hún ætlaði að kaupa sér brúsa á góðu verði – en ferðin reyndist svo „fýluferð“. Undir þessu innleggi spinnst svo nokkuð mikil umræða bæði um hvort almennt sé heilsusamlegt að brúka umrædda sápu og síðan eru það þó nokkrir notendur (aðallega karlmenn) sem undrast tilvist slíkrar sápu og er nokkuð skemmt. Niðurstaðan í þræðinum er óljós en það virðist sem píkusápan sé eitt af því fáa sem Costco selur ekki.Bensínið í Costco kemur þér lengra... að mati sumra.Endurtekið efni Óvísindaleg könnun segir mér að eftirsóttustu hlutirnir miðað við tíðni fyrirspurna séu barnareiðhjól, þvottavélar og þurrkarar. Já – þessir hlutir eru allir til í Costco, í hundraðasta skiptið. Síðan er það Jack Daniels tunnan – fólk er ákaflega duglegt að pósta myndum af erlendum fréttum þess efnis að Costco selji tunnu af Jack Daniels viskíi á 8.600 dollara – tæpan 900.000 kall íslenskar. Nei, Costco selur ekki slíka tunnu. Það væri þó reyndar fróðlegt að sjá hvort hún myndi seljast ef svo væri. Dýrð sé Costco Kona ein og mikill aðdáandi Birkenstock sandala skildi eftir sig þessa ástarkveðju til verslunarinnar:„HÚRRA COSTCO OG HÚRRA FYRIR YKKUR ÖLLUM SEM ERUÐ SVONA DUGLEG AÐ SETJA INN MYNDIR OG VERÐ AF ALLRI DÝRÐINNI SEM ÞESSI FÍNA VERSLUN HEFUR AÐ GEYMA!! ATH! Ef ekki hefði verið til þessi síða ætti ég ekki mína heitt elskuðu BIRKENSTOCK! …?pælið í því krakkar mínir.“ Margir eru hrifnir af merkivélunum sem eru seldar í Costco – sumir þó meira en aðrir, til dæmis þessi manneskja sem keypti sér stykki án þess að þurfa á henni að halda: „Vantaði mig þetta? Nei Er þetta snilld? Já! Verð: 1.649 kr. Hægt að gera séríslenska stafi :)“ Eftir að hafa eytt deginum í þessari stórkostlegu grúppu fullyrðir blaðamaður að Íslendingar séu bara nokkuð hrifnir af Costco. Costco Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Facebook hópurinn Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð. er líklega einn sá fjölmennasti og virkasti á landinu. Þar er markmiðið, eins og segir í lýsingu hópsins, að „Deil[a] gleðinni og segj[a] frá kaupum okkar í Costco.“ Sú lýsing er ansi nákvæm. Blaðamaður brá sér í ferðalag niður tímalínuna í hópnum í leit að gullmolum, innblásinn af meðlimum hópsins umrædda sem leita gjarnan gullmola í hillum Móðurskipsins (Costco sko) – og hafði umtalsvert upp úr krafsinu.Umræðurnar Í hópnum eru um 80 þúsund manns og þar sem fleiri en tveir Íslendinga koma saman verða oft snörp orðaskipti. Í grúppunni er mikið rifist um ágæti Costco. Stóra málið í grúppunni er líklega ráðgátan um bensínið. Einhverjir sem hafa tekið bensín í Costco vilja meina að um sé að ræða töluvert betra bensín en gengur og gerist á öðrum bensínstöðvum – það er gjarnan útskýrt með því að engu etanóli sé blandað í eldsneytið, en það tíðkast að sögn hjá flestum olíufélögum landsins. Því kemstu töluvert lengra á Costco eldsneytinu og þetta geta meðal annars atvinnubílstjórar sem stunda grúppuna vottað. Einhver metnaðarfullur Costco verji tók upp á því að elta vörubíl frá Skeljungi upp í Costco, mörgum til mikillar skelfingar. Þó stendur etanól-kenningin enn traustum fótum. Það er engin leið að segja hvenær þessi deila mun enda. Öllu jákvæðari umræða skapaðist þó í kringum innlegg þar sem kona nokkur spyr hvort Costco selji „píkusápu“ en hún hafði skroppið í Móðurskipið þar sem hún ætlaði að kaupa sér brúsa á góðu verði – en ferðin reyndist svo „fýluferð“. Undir þessu innleggi spinnst svo nokkuð mikil umræða bæði um hvort almennt sé heilsusamlegt að brúka umrædda sápu og síðan eru það þó nokkrir notendur (aðallega karlmenn) sem undrast tilvist slíkrar sápu og er nokkuð skemmt. Niðurstaðan í þræðinum er óljós en það virðist sem píkusápan sé eitt af því fáa sem Costco selur ekki.Bensínið í Costco kemur þér lengra... að mati sumra.Endurtekið efni Óvísindaleg könnun segir mér að eftirsóttustu hlutirnir miðað við tíðni fyrirspurna séu barnareiðhjól, þvottavélar og þurrkarar. Já – þessir hlutir eru allir til í Costco, í hundraðasta skiptið. Síðan er það Jack Daniels tunnan – fólk er ákaflega duglegt að pósta myndum af erlendum fréttum þess efnis að Costco selji tunnu af Jack Daniels viskíi á 8.600 dollara – tæpan 900.000 kall íslenskar. Nei, Costco selur ekki slíka tunnu. Það væri þó reyndar fróðlegt að sjá hvort hún myndi seljast ef svo væri. Dýrð sé Costco Kona ein og mikill aðdáandi Birkenstock sandala skildi eftir sig þessa ástarkveðju til verslunarinnar:„HÚRRA COSTCO OG HÚRRA FYRIR YKKUR ÖLLUM SEM ERUÐ SVONA DUGLEG AÐ SETJA INN MYNDIR OG VERÐ AF ALLRI DÝRÐINNI SEM ÞESSI FÍNA VERSLUN HEFUR AÐ GEYMA!! ATH! Ef ekki hefði verið til þessi síða ætti ég ekki mína heitt elskuðu BIRKENSTOCK! …?pælið í því krakkar mínir.“ Margir eru hrifnir af merkivélunum sem eru seldar í Costco – sumir þó meira en aðrir, til dæmis þessi manneskja sem keypti sér stykki án þess að þurfa á henni að halda: „Vantaði mig þetta? Nei Er þetta snilld? Já! Verð: 1.649 kr. Hægt að gera séríslenska stafi :)“ Eftir að hafa eytt deginum í þessari stórkostlegu grúppu fullyrðir blaðamaður að Íslendingar séu bara nokkuð hrifnir af Costco.
Costco Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira