Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 20:30 Ólafía Þórunn horfir á eftir upphafshögginu á þriðju braut í dag. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari. Ólafía sem var í 20. sæti fyrir þriðja hring lék frábært golf í gær þar sem hún tapaði ekki einu höggi. Var hún að hitta flatirnar og brautirnar vel og skilaði það sér í hring upp á 68. högg. Hún lenti aftur á móti í meiri vandræðum með lengri höggin í dag en hún þurfti í tvígang að bjarga sér með góðu innáhöggi á fyrstu þremur holunum. Fékk hún fuglafæri á 2. holu en missti það í par. Ólafía fékk fyrsta skolla sinn á fimmtu braut en því fylgdu þrjú pör í röð. Skolli á níundu holu þýddi að hún var tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Fór hún í þrígang í glompur á fyrstu níu holunum og þurfti að taka víti á einni en náði samt að setja niður sjö pör. Annar skolli fylgdi á tíundu holu en hún náði aðeins að laga stöðuna á tólftu holu með fyrsta fugli dagsins. Ólafía var að slá styttra af teignum heldur en fyrri tvo dagana og var ekki að finna brautirnar jafn oft og áður. Lenti hún fyrir vikið í erfiðum aðstæðum þar sem hún þurfti að bjarga parinu en hún fékk skolla á sautjándu braut eftir fjögur pör í röð þar áður. Fylgdi hún því eftir með öðrum skolla á átjándu braut, fimmta skolla dagsins, og lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari á hringnum og alls þremur höggum undir pari. Verður áhugavert að sjá hvernig henni tekst til á lokadeginum á morgun en hún hefur þegar tryggt sér peningaverðlaun er hún komst í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira