Innlent

Ítalskir orrustuflugmenn við loftrýmisgæslu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þoturnar á flugi yfir Keflavíkurvelli.
Þoturnar á flugi yfir Keflavíkurvelli. Landhelgisgæslan
Sex ítölskum orrustuþotum af gerðinni Eurofighter Typhoon var lent á Keflavíkurflugvelli í dag. Þær verða notaðar við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi á næstu vikum. Samkvæmt Landhelgisgæslunni munu allt að 180 liðsmenn taka þátt í verkefninu og starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Landhelgisgæslunnar.

Á vef NATO kemur fram að flugvélunum hafi verið flogið um þrjú þúsund kílómetra í dag og þurftu þeir einu sinni að taka eldsneyti á lofti. Þar kemur einnig fram að verkefnið muni taka þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×