Enginn þorði að gefa Rakel Sous vide í jólagjöf Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 10:56 Rakel Garðarsdóttir segir mikið bakslag komið í umhverfisvakninguna. Allir að tala um skaðsemi plasts en vilja samt elda uppúr því. Mjög spes. „Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“ Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Nei, það myndi enginn þora að gefa mér Sous vide í jólagjöf. Sem betur fer. Enda finnst mér fáránlegt að elda í plasti,“ segir Rakel Garðarsdóttir umhverfisverndarsinni með meiru. Jólagjöfin í ár var líkast til Sous vide-eldunartæki en þau seldust í þúsundatali fyrir jólin. Eldunaraðferðin gengur út á að pakka því sem elda skal í plast, lofttæma og setja síðan í plastbala hvar í er vatn. Tækið sér svo um að hita vatnið í fyrirfram ákveðið hitastig og yfir langan tíma. Þannig má elda matinn af talsvert mikilli nákvæmni. Rakel líst ekki á blikuna. Henni sýnist verulegt bakslag komið í vakningu sem verið hefur undanfarin ár er varðar umhverfismál og matarsóun. „Nú, þegar umræðan hefur verið á þá leið að draga úr plastframleiðslu.Mér finnst við í mikilli umhverfislegri afturför. Með þessu að allir vilja nú elda í plasti, nespressó og öllum þessum neyslusjoppum sem er verið að opna hér. H&M, Costco og fleiri verslunum.“ Rakel segist hafa tekið eftir mikilli vakningu um skaðsemi plasts í umhverfinu. „Samt vilja allir elda í því. Mjög spes. Ég veit ekki hvað er til ráða. Ég hélt að það væru allir að hugsa um þetta og neysluhegðun væri að breytast. En, svo er ekki. Það erum bara við sem getum breytt þessu. Og það er mikil nauðsyn á því. Og það þarf að gerast núna,“ segir Rakel. Henni finnst sérkennilegt að fólk skuli ekki vera vakandi og betur á verði. „Hver vill klúðra jörðinni fyrir komandi kynslóðum? Við erum á góðri leið með þessari biluðu neyslu. Það er ekkert mál að draga úr henni. En, við verðum að gera það sjálf. Ekki bara treysta á að nágranninn geri það.“
Neytendur Tengdar fréttir Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30 Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00 Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Skeptískur kjötiðnaðarmaður hrifinn af sous-vide: „Við Íslendingar erum tækjaóð“ Sous-vide tæki seldust í bílförmum fyrir þessi jól og má með sanni segja að um sé að ræða jólagjöfina í ár. 27. desember 2017 15:30
Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. 23. desember 2017 07:00
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00