Enski boltinn

Hlaupatölur Adam Lallana í sérflokki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Lallana hleypur meira en allir aðrir í enska boltanum.
Adam Lallana hleypur meira en allir aðrir í enska boltanum. Vísir/Getty
Það liðu bara tæpir tveir sólarhringar á milli leikja Liverpool og því voru hlaupatölur Adam Lallana, leikmanns Liverpool-liðsins, enn merkilegri fyrir vikið.

Liverpool mætti Manchester City á Anfield á Gamlárskvöld og spilaði svo við Sunderland á útivelli á Leikvangi Ljóssins í gær. Adam Lallana spilaði báða leikina og slakaði aldrei á. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu.

Adam Lallana hljóp 12,88 kílómetra í sigrinum á Manchester City sem er mjög mikið en hann gerði enn betur á móti Sunderland þegar hann hljóp 13,22 kílómetra. 

Sky Sports tók það saman hvaða leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hlupu mest í einum leik í þeim leikjum sem fóru fram frá 31. desember til 2. janúar.

Adam Lallana var ekki bara á toppnum heldur var hann í tveimur efstu sætunum á þeim lista. Mathieu Flamini hjá Crystal Palace komst næstur honum.

Adam Lallana hefur blómstrað í hápressunni hans Jürgen Klopp og er orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool-liðsins eftir að Þjóðverjinn tók við. Auk þess að hlaupa og hlaupa og hlaupa þá er Adam Lallana bæði að skora mörk og leggja upp mörk fyrir félaga sína í Liverpool-liðinu.

Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá leikmenn sem hlupu mest þegar liðin spiluðu aðeins með tveggja daga millibili.

2. janúar     Adam Lallana, Liverpool (á móti Sunderland)     13,22 km

31. desember     Adam Lallana, Liverpool (á móti Man City)     12,88 km

1. janúar     Mathieu Flamini, Crystal Palace (á móti Arsenal)12,67 km

2. janúar    George Boyd, Burnley (á móti Man City)         12,62 km

31. desember     George Boyd, Burnley (á móti Sunderland)    12,56 km

2. janúar    J Ward-Prowse, Southampton (á móti Everton)     12,54 km

2. janúar    Robert Snodgrass, Hull City (á móti West Brom)     12,40 km

2. janúar    Fabio Borini, Sunderland (á móti Liverpool)    12,30 km

2. janúar     Andy King, Leicester (á móti Middlesbrough)     12,23 km

2. janúar    Sebastian Larsson, Sunderland (á móti Liverpool)  12,18 km




Fleiri fréttir

Sjá meira


×