Ólafía Þórunn upp um meira en hundrað sæti á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að standa sig frábærlega á fyrstu LPGA mótum sínum. Vísir/Getty Frábær frammistaða Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur er heldur betur farin að skila sér í stöðu hennar á heimslistanum í golfi. Ólafía Þórunn tók sannkallað risastökk á heimslistanum í golfi eftir að hafa endað í 30.til 39. sæti á ISPS Handa LPGA mótinu í Ástralíu um helgina. Þetta kemur fram í frétt á golf.is. Ólafía Þórunn fór upp um heil 103 sæti á listanum og er núna í 503. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir fór upp um eitt sæti á heimslistanum og er núna í 692. sæti. Á síðastliðnu ári hefur Ólafía Þórunn farið upp um 354 sæti á heimslistanum en Valdís Þóra hefur farið upp um 74 sæti. 30. sætið um helgina en besti árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni en hún er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur fyrstu mótum sínum á sterkustu atvinnumótaröð heims. Fyrir árangurinn á mótinu í Ástralíu fékk Ólafía um eina milljón kr. í verðlaunafé. Hún hefur unnið sér um 12.000 Bandaríkjadali eða sem nemur 1,3 milljónum kr. í fyrstu tveimur mótunum á LPGA. Ólafía Þórunn er með sjötta besta árangurinn af nýliðum ársins 2017 á LPGA og er í 51. sæti á peningalistanum á LPGA. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum er efst á peningalistanum með um 24 milljónir kr. í verðlaunafé eftir tvö fyrstu mótin á LPGA. Til þess að halda keppnisrétti sínum á LPGA þarf Ólafía að vera í einu af 90 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Næsta mót hennar á LPGA verður að öllum líkindum í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan mars. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Frábær frammistaða Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur er heldur betur farin að skila sér í stöðu hennar á heimslistanum í golfi. Ólafía Þórunn tók sannkallað risastökk á heimslistanum í golfi eftir að hafa endað í 30.til 39. sæti á ISPS Handa LPGA mótinu í Ástralíu um helgina. Þetta kemur fram í frétt á golf.is. Ólafía Þórunn fór upp um heil 103 sæti á listanum og er núna í 503. sæti. Valdís Þóra Jónsdóttir fór upp um eitt sæti á heimslistanum og er núna í 692. sæti. Á síðastliðnu ári hefur Ólafía Þórunn farið upp um 354 sæti á heimslistanum en Valdís Þóra hefur farið upp um 74 sæti. 30. sætið um helgina en besti árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni en hún er búin að komast í gegnum niðurskurðinn á tveimur fyrstu mótum sínum á sterkustu atvinnumótaröð heims. Fyrir árangurinn á mótinu í Ástralíu fékk Ólafía um eina milljón kr. í verðlaunafé. Hún hefur unnið sér um 12.000 Bandaríkjadali eða sem nemur 1,3 milljónum kr. í fyrstu tveimur mótunum á LPGA. Ólafía Þórunn er með sjötta besta árangurinn af nýliðum ársins 2017 á LPGA og er í 51. sæti á peningalistanum á LPGA. Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum er efst á peningalistanum með um 24 milljónir kr. í verðlaunafé eftir tvö fyrstu mótin á LPGA. Til þess að halda keppnisrétti sínum á LPGA þarf Ólafía að vera í einu af 90 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Næsta mót hennar á LPGA verður að öllum líkindum í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan mars.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira