Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Höskuldur Kári Schram skrifar 18. október 2017 18:34 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira