Innlent

Mikið álag á Landspítalanum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til spítalans undanfarna daga.
Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til spítalans undanfarna daga. vísir/vilhelm
Mikið álag er nú á Landspítala og þá sérstaklega bráðamóttöku þar sem óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til spítalans undanfarna daga. Þá fer inflúensutilfellum hratt fjölgandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá spítalanum.

„Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika. Við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina á Smáratorgi í Kópavogi að forflokkun lokinni,“ segir í tilkynningunni.

Þá er bent á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóði opna síðdegismóttöku auk þess sem Læknavaktin á Smáratorgi er opin til kl. 23:00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×