Enski boltinn

Þétt jóladagskrá á næsta tímabili: Sex leikir á 17 dögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jólatörninni lauk með leik Tottenham og Chelsea í gær. Spurs vann leikinn 2-0. Dele Alli skoraði bæði mörkin.
Jólatörninni lauk með leik Tottenham og Chelsea í gær. Spurs vann leikinn 2-0. Dele Alli skoraði bæði mörkin. vísir/getty
Eins og venjulega hefur talsvert verið rætt um leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir jólahátíðina en margir knattspyrnustjórar eru ósáttir við hversu litla hvíld leikmenn fá á milli leikja.

Á milli 17. desember 2016 og 4. janúar 2017 voru spilaðir 40 leikir í ensku úrvalsdeildinni en hvert lið spilaði fjóra leiki.

Álagið yfir hátíðirnar á þessu tímabili er samt ekki neitt miðað við það sem verður á næsta tímabili.

Enska úrvalsdeildin hefur lagt drög að leikjaáætluninni fyrir næsta tímabil sem verður styttra vegna HM 2018 í Rússlandi.

Á næsta tímabili er gert ráð fyrir því að tveir aukaleikir bætist við um hátíðirnar. Liðin í ensku úrvalsdeildinni gætu því spilað sex leiki á 17 dögum frá 16. desember 2017 til 1. janúar 2018.

Áætlað er að það verði umferð á 16. og 20. desember 2017, á Þorláksmessu, annan í jólum, 30. desember og svo á nýársdag 2018.

Leikjadagskráin verður þó ekki staðfest fyrr en í júní 2017 og það gætu einnig orðið breytingar á henni eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×