Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem felldu Chelsea og öll hin atvikin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dele Alli skoraði tvívegis fyrir Tottenham í gærkvöldi.
Dele Alli skoraði tvívegis fyrir Tottenham í gærkvöldi. Vísir/Getty
Tottenham náði að stöðva þrettán leikja sigurgöngu toppliðs Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær með 2-0 sigri á heimavelli. Dele Alli skoraði bæði mörk þeirra hvítklæddu.

Forysta Chelsea er nú fimm stig en næst á eftir kemur Liverpool, sem gerði óvænt 2-2 jafntefli við Sunderland í umferðinni.

Tottenham og Manchester City koma svo næst á eftir með 42 stig, tveimur á eftir Liverpool og sjö stigum á eftir Chelsea.

Arsenal og Manchester United eru svo skammt undan en þessi sex lið eru í sérflokki eins og staðan er í deildinni nú.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd þar sem farið yfir öll atvik helgarinnar í ítarlegum myndböndum. Það má finna samantektir úr hverjum einasta leik auk þess sem hver dagur er gerður upp í einu myndbandi.

Að lokinni hverri umferð er hún svo gerð upp með því að skoða bestu mörkin, bestu markvörslurnar og skondnustu atvikin.

Samantektir úr leikjum birtast ávallt í lok hvers leikdags og eru í birtingu í eina viku. Þau má öllu jafna nálgast á sjónvarpsvef Vísis með því að smella á „Íþróttir“ og „Enski boltinn“.

Umferðin gerð upp: Samantektir vikunnar: Stakir leikir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×