Innlent

Eldur í kjallara á Skeggjagötu

Lið frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang, enda var vitað að að minnsta kosti 20 hælisleitendur byggju í húsinu.
Lið frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang, enda var vitað að að minnsta kosti 20 hælisleitendur byggju í húsinu. Vísir/Vilhelm
Eldur kviknaði í kjallara í stóru einbýlishúsi við Skeggjagötu í Reykjavík um klukkan hálf sex í morgun og var lið frá öllum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu sent á vettvang, enda var vitað að að minnsta kosti 20 hælisleitendur byggju í húsinu.

Húsið var rýmt og greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem reyndist staðbundinn í einu herbergi í kjallaranum. Engan íbúa sakaði og engin fékk snert af reykeitrun, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar nú málilð.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×