Yfirvöld í Virginíu höfðu nýlega gefið út leyfi til tilrauna með sjálfkeyrandi bíla. Þeir eru þó enn á frumstigi og eru tilraunirnar bundnar við takmörkuð svæði.
Því brá mörgum í brún þegar þeir sáu bíl aka um stræti Arlington án ökumanns. Kröfur hafa verið gerðar um að manneskja sé í sjálfkeyrandi bílum til að grípa í taumana ef eitthvað fer úrskeiðis.
Í myndbandi The Guardian hér fyrir neðan má sjá bílinn „sjálfkeyrandi“ á ferð um Arlington.
Í ljós kom að maðurinn var á vegum Tækniháskólans í Virginíu. Talsmenn skólans sögðu að maðurinn hafi verið að safna gögnum um sjálfkeyrandi bíla. The Guardian segir líklegt að hann hafi verið að kanna viðbrögð ökumanna við sjálfkeyrandi bíl á götunum.
Í tísti fréttamanns NBC Washington hér fyrir neðan má sjá ökumanninn dulbúinn sem bílsæti.
This is one of the strangest things I've ever seen @nbcwashington @ARLnowDOTcom pic.twitter.com/8ipKEnkeiq
— Adam Tuss (@AdamTuss) August 7, 2017