Var kominn með mikinn leiða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Kristján Þór með sigurlaunin. vísir/andri marinó Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, í gær. Mótið hefur farið fram á Nesvellinum á Frídegi verslunarmanna frá árinu 1997. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig 2014. Alls tóku 11 kylfingar þátt í ár. Um morguninn var að venju leikinn níu holu höggleikur en eftir hádegið hófst sjálft Einvígið þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Á endanum stóðu þeir Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eftir og hafði sá fyrrnefndi betur. „Þetta var góður og mjög skemmtilegur dagur,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég var að spila rosalega vel í Einvíginu sjálfu. Um morguninn var maður bara að fá tilfinningu fyrir vellinum. Það er alltaf gaman að spila á þessu móti,“ bætti kylfingurinn úr Mosfellsbænum við. Kristján hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga á undanförnum árum og varð m.a. Íslandsmeistari 2008. Hann segir þó að áhuginn á golfinu sé ekki alveg sá sami og hann var áður. „Rétt fyrir Íslandsmótið var ég farinn að finna að ég var kominn með rosalega mikinn leiða á golfinu og naut mín ekki á vellinum,“ sagði Kristján. „Maður tók eiginlega þátt vegna þess að maður þurfti þess. En það var önnur stemning í dag [gær]. Maður fór til að hafa gaman og þegar maður hefur gaman af þessu verður golfið betra.“ En var Kristján jafnvel farinn að hugsa um að leggja kylfuna á hilluna? „Nei, ekki alveg. En kannski ekki að taka þetta af jafn mikilli hörku. Ég vil frekar hafa gaman af þessu og geta farið í golf og leikið mér í staðinn fyrir að fara í golf og tilfinningin sé eins og það sé verið að pína mann í það,“ sagði Kristján sem vonast til að sigurinn í Einvíginu á Nesinu gefi honum spark í rassinn fyrir Íslandsmót golfklúbba um næstu helgi. Eins og áður sagði er Einvígið á Nesinu góðgerðarmót. Að þessu sinni fékk Vinaliðaverkefnið, sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum, eina milljón króna frá DHL á Íslandi.vísir/andri marinó Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kristján Þór Einarsson vann Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, í gær. Mótið hefur farið fram á Nesvellinum á Frídegi verslunarmanna frá árinu 1997. Þetta er í annað sinn sem Kristján vinnur Einvígið á Nesinu en hann afrekaði það einnig 2014. Alls tóku 11 kylfingar þátt í ár. Um morguninn var að venju leikinn níu holu höggleikur en eftir hádegið hófst sjálft Einvígið þar sem einn keppandi datt út á hverri holu þangað til tveir börðumst um sigurinn á 9. holu. Á endanum stóðu þeir Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson eftir og hafði sá fyrrnefndi betur. „Þetta var góður og mjög skemmtilegur dagur,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég var að spila rosalega vel í Einvíginu sjálfu. Um morguninn var maður bara að fá tilfinningu fyrir vellinum. Það er alltaf gaman að spila á þessu móti,“ bætti kylfingurinn úr Mosfellsbænum við. Kristján hefur verið í fremstu röð íslenskra kylfinga á undanförnum árum og varð m.a. Íslandsmeistari 2008. Hann segir þó að áhuginn á golfinu sé ekki alveg sá sami og hann var áður. „Rétt fyrir Íslandsmótið var ég farinn að finna að ég var kominn með rosalega mikinn leiða á golfinu og naut mín ekki á vellinum,“ sagði Kristján. „Maður tók eiginlega þátt vegna þess að maður þurfti þess. En það var önnur stemning í dag [gær]. Maður fór til að hafa gaman og þegar maður hefur gaman af þessu verður golfið betra.“ En var Kristján jafnvel farinn að hugsa um að leggja kylfuna á hilluna? „Nei, ekki alveg. En kannski ekki að taka þetta af jafn mikilli hörku. Ég vil frekar hafa gaman af þessu og geta farið í golf og leikið mér í staðinn fyrir að fara í golf og tilfinningin sé eins og það sé verið að pína mann í það,“ sagði Kristján sem vonast til að sigurinn í Einvíginu á Nesinu gefi honum spark í rassinn fyrir Íslandsmót golfklúbba um næstu helgi. Eins og áður sagði er Einvígið á Nesinu góðgerðarmót. Að þessu sinni fékk Vinaliðaverkefnið, sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum, eina milljón króna frá DHL á Íslandi.vísir/andri marinó
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira