Atriðið hefst á því að Baldwin, í gervi Trump, virðist vera í fýlu yfir því að hann hafi ekki miklu að fagna yfir hátíðirnar þetta árið. Í anda Jólaævintýris Charles Dickens mæta einstaklingar úr nánustu fortíð Trump. Þar á meðal fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn og Billy Bush sem tók frægt viðtal við Trump árið 2005.
Hefur Trump alfarið neitað því að hafa látið ýmis óviðurkvæmileg orð falla í því viðtali. Að lokum fær hann svo afar óvæntan gest en atriðið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.