Fótbolti

Suarez á skokkinu með fyrrum leikmanni KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Suarez og Balbi taka á því saman.
Suarez og Balbi taka á því saman. mynd/twitter
„Ertu þreyttur, Gonzalo Balbi?“ spyr Luis Suarez stríðnislega á Twitter-síðu sinni í dag.

Úrúgvæski framherjinn er þá augljóslega á skokki og heilsubótargöngu með Gonzalo Balbi, fyrrum leikmanni KR. Miðað við myndina virðist Suarez vera í aðeins betra formi enda blæs hann ekki úr nös á meðan Balbi virkar ansi lúinn.

Suarez er giftur systur Balbi og vakti það mikla athygli er mágur Suarez kom til þess að spila á Íslandi.

Balbi stóð sig ágætlega í herbúðum KR en yfirgaf félagið eftir síðustu leiktíð og er án félags í dag eftir því sem næst verður komist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×