Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat. Grænkerar (vegan) eru þau sem ekki neyta kjöts, fisks eða nokkurra annarra dýraafurða. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað stöðugt að sögn Lilju Rósar Olsen, formanns Vegansamtakanna á Íslandi, og sést það vel á eftirspurn eftir jólamatnum í ár. „Það var rosalega mikið af vörum sem voru uppseldar á flestum stöðum,“ segir Lilja Rós. Það er vinsælt meðal grænkera að borða hnetusteik eða wellington steik með gervikjöti eða grænmeti bökuðu í smjördeigi á jólunum. Þá er notuð sérstök vegan mjólk eða sérstakur vegan rjómi í sósur og eftirrétti. „Það var ekki til smjördeig. Oatly merkið sem er með mjólkina og rjómann, þar var bara allt búið. Gardin er vinsælt vegna merki sem fólk er að kaupa mikið og þeir eru með holiday roast fyrir jólin. Margir sem ætluðu að hafa hana veit ég en hún var uppseld,“ segir Lilja Rós. Þá hafi matsölustaðurinn Gló hætt óvenju snemma að taka við pöntunum á hnetusteik í ár þar sem þeir höfðu ekki undan. „Þeir sem voru ekki tímanlega þurftu jafnvel að fara í þrjár fjórar búðir til að finna það sem þeir ætluðu að fá og voru heppnir ef þeir fundu það,“ segir Lilja Rós. Hún hefur verið grænkeri í um tvö ár og segist hafa tekið eftir miklum breytingum frá því um jólin í fyrra. „Það eru klárlega fleiri að verða vegan. Ég fann ekki fyrir því síðustu jól að það væri verið að spurja svona mikið eins og núna. Eins og á Vegan Ísland Facebook grúppunni. Þetta var ekki svona mikið í fyrra og ekki eins og fyrra að fólk þurfti að þræða búðir og allt bara uppselt.“ Arnar Guðmundsson, vakthafandi verslunarstjóri í Hagkaupum, segist hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir vegan mat í ár. „Það er búin að vera umtalsverð aukning. Eins og til dæmis hnetusteikin kláraðist fyrir aðfangadag,“ segir Arnar og bætir við að á allra næstu dögum verði fyllt á vegan vörurnar.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira