Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 23:38 Skortur er á matvælum og öðrum nauðsynjum í Jemen. vísir/getty Stephen O‘Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. Nú þegar hafa 500 manns dáið úr kóleru og búast Sameinuðu þjóðirnar við 150 þúsund tilfellum til viðbótar á næstu sex mánuðum, að því er fram kemur í frétt BBC. Styrjöld hefur geisað í landinu í tvö ár þar sem Hútar, sem njóta stuðnings Írans, berjast við stjórnarherinn. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi látist í átökunum og 44 þúsund særst. Skortur er á matvælum og helstu nauðsynjum í landinu. O‘Brien sagði að ástandið í Jemen væri ekki tilviljun eða afleiðing af einhverju sem enginn fengi ráðið við heldur væri mun frekar um að kenna stríðandi fylkingum í landinu og svo aðgerðarleysi alþjóðasamfélagsins. „Jemenska þjóðin líður skort, þjáist af sjúkdómum og deyr á meðan heimurinn horfir á. Hættuástand er ekki handan við hornið heldur er það hér nú þegar, á okkar vakt,“ sagði O‘Brien við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Þörf er á rúmlega 2 milljörðum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í Jemen en í máli O‘Brien kom fram að þjóðir heims hefðu einungis lagt til 24 prósent af þeirri upphæð þrátt fyrir fögur fyrirheit um að leggja meira af mörkum. Sameinuðu þjóðirnar telja að 18,8 milljónir manna í Jemen þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Stephen O‘Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. Nú þegar hafa 500 manns dáið úr kóleru og búast Sameinuðu þjóðirnar við 150 þúsund tilfellum til viðbótar á næstu sex mánuðum, að því er fram kemur í frétt BBC. Styrjöld hefur geisað í landinu í tvö ár þar sem Hútar, sem njóta stuðnings Írans, berjast við stjórnarherinn. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi látist í átökunum og 44 þúsund særst. Skortur er á matvælum og helstu nauðsynjum í landinu. O‘Brien sagði að ástandið í Jemen væri ekki tilviljun eða afleiðing af einhverju sem enginn fengi ráðið við heldur væri mun frekar um að kenna stríðandi fylkingum í landinu og svo aðgerðarleysi alþjóðasamfélagsins. „Jemenska þjóðin líður skort, þjáist af sjúkdómum og deyr á meðan heimurinn horfir á. Hættuástand er ekki handan við hornið heldur er það hér nú þegar, á okkar vakt,“ sagði O‘Brien við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Þörf er á rúmlega 2 milljörðum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í Jemen en í máli O‘Brien kom fram að þjóðir heims hefðu einungis lagt til 24 prósent af þeirri upphæð þrátt fyrir fögur fyrirheit um að leggja meira af mörkum. Sameinuðu þjóðirnar telja að 18,8 milljónir manna í Jemen þurfi á mannúðaraðstoð að halda.
Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00