„Kvikusöfnunin undir Bárðarbungu er á fullri ferð“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2017 12:30 Kvika frá Bárðarbungu braut sér leið upp á yfirborðið í Holuhrauni árið 2014. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir Bárðarbungu á fullu í kvikusöfnun. Hvað svo gerist sé óvíst. Vísir Bárðarbunga minnti heldur betur á sig í nótt með tveimur öflugum skjálftum sem voru þeir stærstu í þessari eldstöð frá árinu 2015. Veðurstofan Íslands fylgdist grannt með gangi mála nótt því allir skjálftar yfir fjórum að stærð í þessari eldstöð kalla á aukinn viðbúnað og voru skjálftarnir tveir í nótt af stærðinni 4,7 og fylgdu nokkrir minni með. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við Vísi að undanfari gossins í Holuhrauni hafi verið með þeim hætti að skjálftar lögðu af stað út frá eldstöðinni sem var skýrt merki um ganga innskot. „Það var ekkert slíkt í gangi í nótt en það er það sem menn eru á varðbergi fyrir. Það var ekkert sem benti til þess að kvikan væri beinlínis að leggja af stað neitt,“ segir Páll.Bárðarbunga er í VatnajökliLoftmyndir ehfBárðarbunga gæti átt ýmislegt til Hann segir skjálftahrinuna í nótt hafa verið kunnuglegt ferli sem hefur átt sér stað nánast vikulega síðustu tvö ár. Frávikið í nótt voru þó skjálftarnir tveir sem voru ívið stærri en gengur og gerist. „Það sýnir bara að þetta ferli er í fullum gangi og það er ekkert að draga úr því. Kvikusöfnunin undir Bárðarbungu er á fullri ferð og hún er greinilega að búa sig undir næsta þátt í þessari framhaldssögu og hann getur verið með ýmsu móti. Bárðarbunga er mjög fjölhæf eldstöð og hún gæti átti ýmislegt til. Þannig að það skiptir máli þegar svona hrina kemur að fylgjast vandlega með atburðarásinni.“ Hrinan í nótt var því staðfesting á því að Bárðarbunga hefur hvergi nærri lokið sér af í kvikusöfnun, en það ferli hefur verið í gangi alveg frá goslokum í Holuhrauni árið 2015. Gosið í Holuhrauni, sem er mesta eldgos á Íslandi í 230 ár að magni talið, hófst 31. ágúst árið 2014 en 27. febrúar árið 2015 sást engin glóð í þyrluflugi yfir eldstöðinni og lýsti Veðurstofa Íslands því yfir degi síðar að gosinu væri lokið.Hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu Páll minnir á að það þurfi ekki að vera að Bárðarbunga muni bresta á með hamfaragosi og í raun margt í spilunum. Alvarlegustu atburðirnir geta þó verið mjög alvarlegir en jafnframt gæti syrpa af litlum penum gosum á hálendinu verið fram undan. Alvarlegasta atburðarásin gæti verið gangainnskot og sprungugos með hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu og haft áhrif á rafmagnsframleiðslu í landinu. Á Veiðivatnasvæðinu eru Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn.Ein alvarlegasta atburðarrásin af gosi í Bárðarbungu er hraunflæði á VeiðivatnasvæðinuLoftmyndir ehfTímaskalinn óþekktur Páll segir að tímaskalinn á Bárðarbungu sé óþekktur. Ekki sé vitað hvað hún þarf að þenja sig lengi og mikið til að kvikan brjóti sér leið úr kvikuhólfi. „Sigið sem varð með Holuhraunsgosinu var það stórt að við vitum ekki hvað hún verður lengi að vinna það upp.“ Því er þó hægt að slá á föstu að Bárðarbunga er að undirbúa næsta gos. „Þá er bara spurningin hver er tímaskalinn á því og hvort henni endist þetta ferli fram að gosi. Það getur vel verið að hún hætti þessum undirbúningi á morgun. Málið er að fylgjast vel með og reyna að átta sig á öllum hugsanlegum atburðarrásum og að menn láti ekki hlutina koma sér óvart.“ Hann segir ekki sömu áhyggjur af Bárðarbungu og Heklu því fyrirvarinn á Heklugosi er svo stuttur. Sá stysti er 23 mínútur en lengsti 79 mínútur. Það sé of stutt til að bregðast við því að túristar séu nánast alltaf á Heklu og flugvélar fljúga reglulega yfir eldfjallið.Frá gosinu í Holuhrauni.vísir/Auðunn Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Bárðarbunga minnti heldur betur á sig í nótt með tveimur öflugum skjálftum sem voru þeir stærstu í þessari eldstöð frá árinu 2015. Veðurstofan Íslands fylgdist grannt með gangi mála nótt því allir skjálftar yfir fjórum að stærð í þessari eldstöð kalla á aukinn viðbúnað og voru skjálftarnir tveir í nótt af stærðinni 4,7 og fylgdu nokkrir minni með. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við Vísi að undanfari gossins í Holuhrauni hafi verið með þeim hætti að skjálftar lögðu af stað út frá eldstöðinni sem var skýrt merki um ganga innskot. „Það var ekkert slíkt í gangi í nótt en það er það sem menn eru á varðbergi fyrir. Það var ekkert sem benti til þess að kvikan væri beinlínis að leggja af stað neitt,“ segir Páll.Bárðarbunga er í VatnajökliLoftmyndir ehfBárðarbunga gæti átt ýmislegt til Hann segir skjálftahrinuna í nótt hafa verið kunnuglegt ferli sem hefur átt sér stað nánast vikulega síðustu tvö ár. Frávikið í nótt voru þó skjálftarnir tveir sem voru ívið stærri en gengur og gerist. „Það sýnir bara að þetta ferli er í fullum gangi og það er ekkert að draga úr því. Kvikusöfnunin undir Bárðarbungu er á fullri ferð og hún er greinilega að búa sig undir næsta þátt í þessari framhaldssögu og hann getur verið með ýmsu móti. Bárðarbunga er mjög fjölhæf eldstöð og hún gæti átti ýmislegt til. Þannig að það skiptir máli þegar svona hrina kemur að fylgjast vandlega með atburðarásinni.“ Hrinan í nótt var því staðfesting á því að Bárðarbunga hefur hvergi nærri lokið sér af í kvikusöfnun, en það ferli hefur verið í gangi alveg frá goslokum í Holuhrauni árið 2015. Gosið í Holuhrauni, sem er mesta eldgos á Íslandi í 230 ár að magni talið, hófst 31. ágúst árið 2014 en 27. febrúar árið 2015 sást engin glóð í þyrluflugi yfir eldstöðinni og lýsti Veðurstofa Íslands því yfir degi síðar að gosinu væri lokið.Hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu Páll minnir á að það þurfi ekki að vera að Bárðarbunga muni bresta á með hamfaragosi og í raun margt í spilunum. Alvarlegustu atburðirnir geta þó verið mjög alvarlegir en jafnframt gæti syrpa af litlum penum gosum á hálendinu verið fram undan. Alvarlegasta atburðarásin gæti verið gangainnskot og sprungugos með hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu og haft áhrif á rafmagnsframleiðslu í landinu. Á Veiðivatnasvæðinu eru Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn.Ein alvarlegasta atburðarrásin af gosi í Bárðarbungu er hraunflæði á VeiðivatnasvæðinuLoftmyndir ehfTímaskalinn óþekktur Páll segir að tímaskalinn á Bárðarbungu sé óþekktur. Ekki sé vitað hvað hún þarf að þenja sig lengi og mikið til að kvikan brjóti sér leið úr kvikuhólfi. „Sigið sem varð með Holuhraunsgosinu var það stórt að við vitum ekki hvað hún verður lengi að vinna það upp.“ Því er þó hægt að slá á föstu að Bárðarbunga er að undirbúa næsta gos. „Þá er bara spurningin hver er tímaskalinn á því og hvort henni endist þetta ferli fram að gosi. Það getur vel verið að hún hætti þessum undirbúningi á morgun. Málið er að fylgjast vel með og reyna að átta sig á öllum hugsanlegum atburðarrásum og að menn láti ekki hlutina koma sér óvart.“ Hann segir ekki sömu áhyggjur af Bárðarbungu og Heklu því fyrirvarinn á Heklugosi er svo stuttur. Sá stysti er 23 mínútur en lengsti 79 mínútur. Það sé of stutt til að bregðast við því að túristar séu nánast alltaf á Heklu og flugvélar fljúga reglulega yfir eldfjallið.Frá gosinu í Holuhrauni.vísir/Auðunn
Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59
Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00