Samstarfsfólk að fornu og nýju sýnir við Skúlagötuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2017 10:15 Margrét og Bjarni sýna afrakstur síðustu missera á listasviðinu og minnast með því fornra kynna og samstarfs. Vísir/Ernir Þau voru eitt sinn hjón og á þeim tíma voru þau meðal frumkvöðla sem stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 árið 1977. Nú, fjörutíu árum seinna, taka þau Margrét Jónsdóttir og Bjarni H. Þórarinsson höndum saman og opna sýningu á nýjustu verkum sínum í Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32, í dag milli klukkan 17 og 19. „Þetta var svo listrænt hjónaband,“ útskýrir Bjarni sposkur, þar sem ég hitti þau að kaffidrykkju, ásamt kolleganum Helga Þorgils, baka til í sýningarrýminu. „Já, mér fannst skemmtileg hugmynd að halda þessa sýningu því við vorum samstarfsfólk,“ tekur Margrét undir. „Hér er ég bara með ný verk en þau eru unnin í sama anda og önnur sem ég hef gert undir yfirskriftinni In Memoriam. Ég vinn út frá mynstrum fransks veggfóðurs og ég nota verkfæri listiðnaðar- og iðnaðarmanna. Svo læt ég náttúruöflin hjálpa mér því ég nota vatnsliti þannig að við sögu koma vatn, loft og pappír og þá á eyðilegging líka auðvelt með að vinna á myndfletinum og minna okkur á forgengileikann. Það er líka önnur ástæða fyrir því að ég nota pappír, hann er nefnilega lítils metinn eins og konan. Að sjálfsögðu er ég að fordæma það í leiðinni. Núna er ég með pappír í yfirstærð og myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna áttar maður sig á því að lífsstarfið var til einskis í þjóðfélagi þar sem allt snýst um peninga og græðgi – og öllum er sama.“ Nú er röðin komin að Bjarna. „Ég er hér með nýjasta verkefni mitt undir hatti Vísiakademíunnar. Á þessum dásamlegu tímum sem við höfum upplifað með gegndarlausri efnishyggju þá fannst mér kominn tími til að greina manninn. Þessi fimmtán verk sem ég er með hér eru í verkefni sem ég kalla mannróf. Þar er ég að taka manninn fyrir í alls konar samhengi, sögulegu samhengi, stjórnmálalegu samhengi og síðast en ekki síst í því samhengi hvað maðurinn er orðinn mikil og margslungin neyslutegund. Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þróunarvíðróf, það er samstæðiskenning, brúarsmíð milli raun- og hugvísinda.“ Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þau voru eitt sinn hjón og á þeim tíma voru þau meðal frumkvöðla sem stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 árið 1977. Nú, fjörutíu árum seinna, taka þau Margrét Jónsdóttir og Bjarni H. Þórarinsson höndum saman og opna sýningu á nýjustu verkum sínum í Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32, í dag milli klukkan 17 og 19. „Þetta var svo listrænt hjónaband,“ útskýrir Bjarni sposkur, þar sem ég hitti þau að kaffidrykkju, ásamt kolleganum Helga Þorgils, baka til í sýningarrýminu. „Já, mér fannst skemmtileg hugmynd að halda þessa sýningu því við vorum samstarfsfólk,“ tekur Margrét undir. „Hér er ég bara með ný verk en þau eru unnin í sama anda og önnur sem ég hef gert undir yfirskriftinni In Memoriam. Ég vinn út frá mynstrum fransks veggfóðurs og ég nota verkfæri listiðnaðar- og iðnaðarmanna. Svo læt ég náttúruöflin hjálpa mér því ég nota vatnsliti þannig að við sögu koma vatn, loft og pappír og þá á eyðilegging líka auðvelt með að vinna á myndfletinum og minna okkur á forgengileikann. Það er líka önnur ástæða fyrir því að ég nota pappír, hann er nefnilega lítils metinn eins og konan. Að sjálfsögðu er ég að fordæma það í leiðinni. Núna er ég með pappír í yfirstærð og myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna áttar maður sig á því að lífsstarfið var til einskis í þjóðfélagi þar sem allt snýst um peninga og græðgi – og öllum er sama.“ Nú er röðin komin að Bjarna. „Ég er hér með nýjasta verkefni mitt undir hatti Vísiakademíunnar. Á þessum dásamlegu tímum sem við höfum upplifað með gegndarlausri efnishyggju þá fannst mér kominn tími til að greina manninn. Þessi fimmtán verk sem ég er með hér eru í verkefni sem ég kalla mannróf. Þar er ég að taka manninn fyrir í alls konar samhengi, sögulegu samhengi, stjórnmálalegu samhengi og síðast en ekki síst í því samhengi hvað maðurinn er orðinn mikil og margslungin neyslutegund. Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þróunarvíðróf, það er samstæðiskenning, brúarsmíð milli raun- og hugvísinda.“
Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira