Vilja fá vinnustaðasálfræðing í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 27. október 2017 06:00 Erfiðlega hefur gengið að slíðra sverðin milli Íbúahreyfingarinnar og annarra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ. Vísir/GVA Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira