Vilja fá vinnustaðasálfræðing í bæjarstjórn Mosfellsbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 27. október 2017 06:00 Erfiðlega hefur gengið að slíðra sverðin milli Íbúahreyfingarinnar og annarra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ. Vísir/GVA Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Sigrún Pálsdóttir og Hildur Margrétardóttir, aðal- og varamenn Íbúahreyfingarinnar í bæjarráði Mosfellsbæjar, saka bæjarstjóra Mosfellsbæjar og aðra bæjarfulltrúa um einelti í sinn garð og annarra í Íbúahreyfingunni. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Óskaði bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar, Sigrún Pálsdóttir, þess að fenginn yrði vinnusálfræðingur sem hlotið hefði viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og honum falið að gera áætlun um úrbætur. Tilefnið er bréf sem Hildur Margrétardóttir ritaði eftir upplifun sína af bæjarráðsfundi þann 12. október. Á bæjarstjóri að hennar mati að hafa viðhaft eineltistilburði. Sigrún, aðalmaður hreyfingarinnar, sem sat ekki umræddan fund, segir einelti hafa viðgengist allt kjörtímabilið. „Ég hef þurft að sitja undir þessu í þrjú ár, hvern fundinn á fætur öðrum. Það er verið að uppnefna mann og rjúka út af fundum og sýna mikla bræði. Þetta er slítandi og streituvaldandi,“ segir Sigrún.Haraldur Sverrisson bæjarstjóri MosfellsbæjarÍ Bréfi Hildar er farið yfir málavöxtu. „Mér var illa misboðið á síðasta bæjarráðsfundi þar sem ég sat sem varamaður fyrir fulltrúa okkar í Íbúahreyfingunni. Hegðun nefndarmanns meirihlutans var með engu sæmandi á vettvangi bæjarráðs,“ skrifar Hildur í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi Mosfellsbæjar í gær. Að sögn Sigrúnar var það bæjarstjóri í þessu tilfelli sem viðhafði meint einelti. Tillaga Sigrúnar um að fá vinnusálfræðing var felld og bókuðu fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um málið. Telja þau samskiptin eðlileg og ósk um áminningu væru innistæðulaus. „Samkvæmt mínum bókum var ekki um einelti að ræða,“ segir Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingarinnar, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, vísar því alfarið á bug að hér sé um einelti að ræða. „Það kom upp tillaga um móttöku flóttamanna. Bæjarráð var einhuga um að taka jákvætt í erindið. Síðan kom tillaga frá Íbúahreyfingunni sem gekk á skjön við það sem bæjarráð var búið að ræða um. Ég kallaði það popúlisma,“ segir Haraldur. „Ég rauk ekki á dyr eða fór í fússi af fundi. Þetta var ekki einelti. Samskiptin eru hins vegar ekki góð milli þessa eina bæjarfulltrúa og hinna átta og hefur verið þannig allt kjörtímabilið, en einelti heitir það ekki.“ „Eineltishegðun þess sem valdið hefur og meðvirkni annarra nefndarmanna sést á því að nefndarmenn taka þátt í að smætta, uppnefna eða með öðrum leiðum tala illa um, og til, fulltrúa Íbúahreyfingarinnar,“ segir í bréfi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar. „Við munum ekki hætta og höfum ákveðið að fara með þetta til Vinnueftirlitsins,“ segir Sigrún, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar. Haraldur segir augljóst að hér sé um pólitískt upphlaup að ræða. „Ef viðkomandi telur um einelti að ræða á að kalla til eineltisteymi bæjarins sem bæjarfulltrúinn veit af. Hér er verið að koma pólitísku höggi á meirihlutann og ekki gott að nota eineltishugtakið með þeim hætti,“ segir Haraldur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira