Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2017 12:15 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson hlutu dóma í málinu og krefjast nú ómerkingar dómsins ásamt þriðja sakborningnum, Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni. vísir/anton brink Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. Þremenningarnir sem allir voru dæmdir í fangelsi af Héraðsdómi Reykavíkur, þeir Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, telja að Sigríður Hjaltested, héraðsdómari, hafi verið vanhæf til að dæma málinu á sínum tíma. Ástæðan er sú að fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir hafði stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði í október 2015. Rúmu ári síðar, eða í nóvember í fyrra, sagði Sigríður sig frá því að vera dómari í markaðsmisnotkunarmáli gegn Glitnismönnum þar sem hún hafði orðið þess áskynja að fyrrverandi eiginmaðurinn var með stöðu sakbornings hjá héraðssaksóknara auk þess sem gögn tengd honum voru í málinu.Ekki sami saksóknari Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði að þar sem sama staða hefði í raun verið uppi í Stím-málinu og því hefðu ekki verið minni ástæður til að segja sig frá því ef sömu rök ættu við. Þannig væri ekki margt sem bæri í milli málanna og þeirra aðstæðna sem væru uppi varðandann dómarann en ákæruvaldið teldi engu að síður að munur væri þarna á þar sem ekki væri sami saksóknari sem héldi á málunum tveimur og svo þeim málum sem við kæmu barnsföður dómarans. Þannig hefði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson ákært í Stím-málinu en Björn Þorvaldsson í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefði jafnframt haft mál fyrrverandi eiginmanns Sigríðar á sinni könnu en að því er fram kom í máli saksóknarans tók hann við þeim af Hólmsteini Gauta sumarið 2015. Í þessu samhengi skipti máli það sem stæði í lögum um sérstakan saksóknara og sjálfstæði saksóknara hjá embættinu sem hefðu getað ákært án samráðs við aðra saksóknara.Gaf lítið fyrir rök vararíkissaksóknara Því væri munur á málunum þegar kæmi að því að meta hæfi dómarans í Stím-málinu annars vegar og markaðsmisnotkunarmálinu hins vegar þar sem sami saksóknari hélt á málum barnsföðurins og ákærði í síðarnefnda málinu sem Sigríður sagði sig frá. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, gaf lítið fyrir þessi rök vararíkissaksóknara. Hann sagði að sú staðreynd ein og sér að fyrrverandi eiginmaður Sigríðar hefði haft stöðu sakborningar við aðalmeðferð Stím-málsins hefði verið til þess falla að draga með réttu í efa óhlutdrægni dómarans. Verjandi Lárusar sagði umbjóðanda sinn ekki fullyrða neitt um að þetta hefði í raun haft áhrif á niðurstöðuna. Hins vegar snerist málið um ásýnd og traust dómstólanna en ekki tæknileg atriði varðandi sjálfstæði saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara, endi væri ekki vikið að neinu slíku í greinargerð héraðsdómarans vegna málsins.Mat á hæfi í markaðsmisnotkunarmálinu hefði bein áhrif við mat á hæfi í Stím-málinu Þá sagði Óttar það ekki rétt að hægt væri að ganga út frá því að Hólmsteinn Gauti, saksóknarinn í Stím-málinu, myndi ekki koma aftur að málum barnsföður dómarans þó annar saksóknari hefði tekið við þeim sumarið 2015. Það stæðist ekki að úthlutun mála hafi verið óafturkræf auk þess sem málin gegn fyrrverandi eiginmanni Sigríðar hafi enn verið til rannsóknar þegar aðalmeðferðin í Stím-málinu fór fram. Samkvæmt lögum fór úthlutun mála ekki fram fyrr en að rannsókn lokinni og því hefði engin ákvörðun legið þá fyrir um að það kæmi í hlut Björns, en ekki Hólmsteins Gauta, að mögulega ákæra manninn. „Það er einfaldlega ekki svo að í öðru tilvikinu hafi dómarinn haft ástæðu til að hafa áhyggjur en ekki neina í hinu tilvikinu [...]. Enda verður ekki séð að dómarinn hafi sjálfur gert þann greinarmun á aðstæðum sem ákæruvaldið byggir á,“ sagði Óttar og bætti síðar við að afstaða Sigríðar til eigin hæfis í markaðsmisnotkunarmálinu hefði beina þýðingu við mat á hæfi hennar í Stím-málinu. „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust. Ásýndin verður ekki rétt með óaðgengilegum útprentunum úr málakerfi lögreglu eða innanhússamskiptum og traustið fæst ekki með lagatæknilegum útskýringum eða jafnvel útúrsnúningum,“ sagði Óttar. Ekki liggur fyrir hvenær Hæstiréttur mun kveða upp sinn dóm en það gæti orðið í næstu viku. Tengdar fréttir Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. Þremenningarnir sem allir voru dæmdir í fangelsi af Héraðsdómi Reykavíkur, þeir Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, telja að Sigríður Hjaltested, héraðsdómari, hafi verið vanhæf til að dæma málinu á sínum tíma. Ástæðan er sú að fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir hafði stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði í október 2015. Rúmu ári síðar, eða í nóvember í fyrra, sagði Sigríður sig frá því að vera dómari í markaðsmisnotkunarmáli gegn Glitnismönnum þar sem hún hafði orðið þess áskynja að fyrrverandi eiginmaðurinn var með stöðu sakbornings hjá héraðssaksóknara auk þess sem gögn tengd honum voru í málinu.Ekki sami saksóknari Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði að þar sem sama staða hefði í raun verið uppi í Stím-málinu og því hefðu ekki verið minni ástæður til að segja sig frá því ef sömu rök ættu við. Þannig væri ekki margt sem bæri í milli málanna og þeirra aðstæðna sem væru uppi varðandann dómarann en ákæruvaldið teldi engu að síður að munur væri þarna á þar sem ekki væri sami saksóknari sem héldi á málunum tveimur og svo þeim málum sem við kæmu barnsföður dómarans. Þannig hefði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson ákært í Stím-málinu en Björn Þorvaldsson í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefði jafnframt haft mál fyrrverandi eiginmanns Sigríðar á sinni könnu en að því er fram kom í máli saksóknarans tók hann við þeim af Hólmsteini Gauta sumarið 2015. Í þessu samhengi skipti máli það sem stæði í lögum um sérstakan saksóknara og sjálfstæði saksóknara hjá embættinu sem hefðu getað ákært án samráðs við aðra saksóknara.Gaf lítið fyrir rök vararíkissaksóknara Því væri munur á málunum þegar kæmi að því að meta hæfi dómarans í Stím-málinu annars vegar og markaðsmisnotkunarmálinu hins vegar þar sem sami saksóknari hélt á málum barnsföðurins og ákærði í síðarnefnda málinu sem Sigríður sagði sig frá. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, gaf lítið fyrir þessi rök vararíkissaksóknara. Hann sagði að sú staðreynd ein og sér að fyrrverandi eiginmaður Sigríðar hefði haft stöðu sakborningar við aðalmeðferð Stím-málsins hefði verið til þess falla að draga með réttu í efa óhlutdrægni dómarans. Verjandi Lárusar sagði umbjóðanda sinn ekki fullyrða neitt um að þetta hefði í raun haft áhrif á niðurstöðuna. Hins vegar snerist málið um ásýnd og traust dómstólanna en ekki tæknileg atriði varðandi sjálfstæði saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara, endi væri ekki vikið að neinu slíku í greinargerð héraðsdómarans vegna málsins.Mat á hæfi í markaðsmisnotkunarmálinu hefði bein áhrif við mat á hæfi í Stím-málinu Þá sagði Óttar það ekki rétt að hægt væri að ganga út frá því að Hólmsteinn Gauti, saksóknarinn í Stím-málinu, myndi ekki koma aftur að málum barnsföður dómarans þó annar saksóknari hefði tekið við þeim sumarið 2015. Það stæðist ekki að úthlutun mála hafi verið óafturkræf auk þess sem málin gegn fyrrverandi eiginmanni Sigríðar hafi enn verið til rannsóknar þegar aðalmeðferðin í Stím-málinu fór fram. Samkvæmt lögum fór úthlutun mála ekki fram fyrr en að rannsókn lokinni og því hefði engin ákvörðun legið þá fyrir um að það kæmi í hlut Björns, en ekki Hólmsteins Gauta, að mögulega ákæra manninn. „Það er einfaldlega ekki svo að í öðru tilvikinu hafi dómarinn haft ástæðu til að hafa áhyggjur en ekki neina í hinu tilvikinu [...]. Enda verður ekki séð að dómarinn hafi sjálfur gert þann greinarmun á aðstæðum sem ákæruvaldið byggir á,“ sagði Óttar og bætti síðar við að afstaða Sigríðar til eigin hæfis í markaðsmisnotkunarmálinu hefði beina þýðingu við mat á hæfi hennar í Stím-málinu. „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust. Ásýndin verður ekki rétt með óaðgengilegum útprentunum úr málakerfi lögreglu eða innanhússamskiptum og traustið fæst ekki með lagatæknilegum útskýringum eða jafnvel útúrsnúningum,“ sagði Óttar. Ekki liggur fyrir hvenær Hæstiréttur mun kveða upp sinn dóm en það gæti orðið í næstu viku.
Tengdar fréttir Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51