„Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 11:28 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir. Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir hugmyndir um að skipa stjórn yfir Landspítalann ógeðfellda aðför stjórnarliða að spítalanum og sakar þá um þöggunartilburði. Ljóst sé að nýrri ríkisstjórn hugnast ekki vinnubrögð stjórnenda spítalans. „Það er greinilegt að nýjum valdhöfum líkar ekki að Landspítalinn háskólasjúkrahús og stjórnendur hans hafa gert það sem þeim ber að gera, þeir hafa upplýst þing og þjóð um hina raunverulega stöðu Landspítalans,“ sagði Steingrímur í störfum þingsins í morgun.Kokkað saman þöggunarnefnd bak við tjöldin Unnið er að þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess að skipa stjórn yfir spítalann. Steingrímur sagði að með því hafi ríkisstjórnin „bak við tjöldin kokkað með sér hugmyndir um einhvers konar póltíska stjórn“. „Það á að setja þöggunarnefnd yfir stjórnendur Landspítalans og þeir eiga að hætta að koma og kynna sín mál fyrir fjárveitingarvaldinu og svo framvegis,“ sagði hann. Þá sé það galið af fjármálaráðherra að líkja Landspítalanum við fyrirtæki. „Er Landspítalinn bara eitthvað hf. úti í bæ? Bara fyrirtæki? Nei, Landspítalinn er móðurstöð í íslenska heilbrigðiskerfinu.Eðlilegt að ræða málin og óþarfi að fara á taugum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist sjá ástæðu til þess að bregðast við ummælum Steingríms og sagði eðlilegt að þessi mál séu rædd. Þá sé óþarfi að fara á taugum. „Ég held að stjórnir yfir opinberar stofnanir geti verið gagnlegar og orðið til þess að styrkja þær. Ég held að það verði að meta í hverju tilviki fyrir sig og ég held að við getum ekki útilokað umræður um það sérstaklega þegar um er að ræða jafn stóra stofnun sem gegnir jafn þýðingarmiklu hlutverki og Landspítali háskólasjúkrahús,“ sagði Birgir.
Tengdar fréttir Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Bæði fjármálaráðherra og formaður fjárlaganefndar telja æskilegt að skipa stjórn yfir Landspítalann. Formaður velferðarnefndar segir hugmyndina á frumstigi en að unnið sé að þingsályktunartillögu. 26. maí 2017 07:00