Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. nordicphotos/Getty Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira