Erlent

Óttast að efnavopnum hafi verið beitt í Írak

Almennir borgarar hafa þjáðst mjög í Mosúl vegna stríðsins.
Almennir borgarar hafa þjáðst mjög í Mosúl vegna stríðsins. vísir/afp
Hlúið er að tólf manneskjum í Mosúl, í Írak, eftir það sem Sameinuðu þjóðirnar telja að hafi verið efnavopnaárás. Harðir bardagar geisa nú í borginni en íraski herinn reynir nú að ná borginni af valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams. Guardian greinir frá. 

Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að í hópnum sem talið er að hafi orðið fyrir efnavopnaárás sé að finna að minnsta kosti fimm börn. Ekki hefur komið í ljós hvort að hryðjuverkasamtökin eða írakski herinn hafi beitt vopnunum.

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, Lise Grande, hefur kallað eftir því að hafin verði rannsókn á málinu.

„Þetta er hræðilegt. Ef að við getum staðfest að efnavopnum hafi verið beitt, þá er þetta grafalvarlegt brot á alþjóðamannréttindalögum og stríðsglæpur, sama hverjum árásin átti að beinast að eða hver framkvæmdi hana.“

Þúsundir íbúa hafa flúið heimili sín á meðan að orrustan hefur staðið yfir en írakskar öryggissveitir reyna nú að ná á sitt vald vesturhluta Mosúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×