Enski boltinn

Wenger: Langt síðan við spiluðum síðast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger og félagar eru komnir niður í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Wenger og félagar eru komnir niður í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að skortur á leikformi hafi háð sínum mönnum í tapinu fyrir Liverpool í dag.

„Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var ekki jafn góð og við bjuggumst við. Það var vegna taktleysis, það er nokkuð langt síðan við spiluðum síðast,“ sagði Wenger en síðasti leikur Arsenal var gegn utandeildarliði Sutton United 20. febrúar.

Wenger kom flestum á óvart með því að byrja með Alexis Sánchez, markahæsta leikmann Arsenal á tímabilinu, á bekknum. Sílemaðurinn kom inn á í hálfleik og lagði upp mark fyrir Danny Welbeck.

„Sánchez er frábær leikmaður. Hann kom inn á í seinni hálfleik þegar hlutirnir voru auðveldari fyrir framherjana því við höfðum betri stjórn á leiknum,“ sagði Wenger.

Eftir tapið á Anfield er Arsenal í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×