Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 18:56 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/EPA Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira