Enski boltinn

Birkir fór meiddur af velli í þriðja sigri Aston Villa í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir spilaði aðeins í 33 mínútur.
Birkir spilaði aðeins í 33 mínútur. vísir/getty
Birkir Bjarnason fór meiddur af velli eftir 33 mínútur þegar Aston Villa vann 0-2 útisigur á botnliði Rotherham United í ensku B-deildinni í dag.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Birki og íslenska landsliðið en aðeins 20 dagar eru í leikinn mikilvæga við Kósovó í undankeppni HM 2018.

Þetta var þriðji sigur Villa í röð en liðið er komið upp í 13. sæti deildarinnar.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn Bristol City sem gerði markalaust jafntefli við Burton Albion á heimavelli. Bristol er í fallsæti en liðinu hefur gengið skelfilega að undanförnu.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliðinu Cardiff City sem laut í gras fyrir QPR, 2-1, á útivelli. Þetta var fyrsta tap Cardiff í mánuð.

Jón Daði Böðvarsson lék síðustu sex mínúturnar þegar Wolves tapaði fyrir Reading, 2-1. Þetta var fimmta tap Úlfanna í röð.

Þá kom Ragnar Sigurðsson ekkert við sögu þegar Fulham vann 3-1 sigur á Preston á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×