Erlent

Gustavito drapst ekki í hnífaárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Starfsmenn dýragarðsins reyndu hvað þeir gátu til að bjarga lífi Gustavito.
Starfsmenn dýragarðsins reyndu hvað þeir gátu til að bjarga lífi Gustavito. Vísir/afp
Krufning á hræi flóðhestsins fræga Gustavito hefur leitt í ljós að hann var ekki stunginn til bana. Gustavito fannst dauður í dýragarði í El Salvador um síðust helgi. BBC greinir frá.

Yfirmenn dýragarðsins þar sem Gustavito dvaldi höfðu áður tilkynnt að flóðhesturinn, sem var elskaður og dáður í El Salvador, hefði verið laminn og stungin af óþekktum árásarmönnum.

Niðurstöður krufningarinnar benda þó til þess að Gustavito hafi drepist vegna slæmrar umönnunnar en engin stungusár fundist á Gustavito. Innvortis blæðingar eru sagðar hafa dregið flóðhestinn til dauða.

Menningarmálaráðherra El Salvador vill þó ekki útiloka að ráðist hafi verið á Gustavito en Búið er að grafa jarðneskar leifar Gustavito.

Yfirmaður dýragarðsins segir að það hafi verið gert svo að íbúar El Salvador gætu minnst Gustavito eins og hann átti að sér að vera, borðandi ávexti eða syndandi í sundlaug sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×