Bíllinn í eigu Bílahallarinnar Benedikt Bóas og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júní 2017 14:15 Leiðin sem maðurinn ók sést á þessu korti. grafík/garðar Bíllinn sem endaði í Ölfusá er í eigu Bílahallarinnar-Bílaryðvörn sem Jón Ragnarsson, fyrrum rallýkóngur, á og rekur. Jón segir bílinn hafa verið í láni. „Ég hafði meiri áhyggjur hvort að maðurinn hefði meiðst eða ekki. Hann virðist vera sæmilega heill. Annað veit ég ekki. En við berum ábyrgð á bílnum. Það er kannski fyrir mestu að hann fór í ána en ekki framan á einhvern bíl í öllum þessum látum,“ segir Jón en hann beið eftir símtali frá lögreglunni vegna frekari upplýsinga þegar fréttastofa náði tali af honum. Ökumaður bílsins sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan 10 í morgun og hófst eftirförin í kjölfarið. Ökumaðurinn keyrði inn á Sæbraut, þaðan inn Vesturlandsveg, upp Ártúnsbrekku og inn á Suðurlandsveg.Reyndu að stöðva bílinn með naglamottu og snúa honum við Svo ók hann sem leið lá til Selfoss, með smá krók í Norðlingaholti, en lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi tóku þátt í eftirförinni auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Reynt var að stöðva bílinn með naglamottu við Hveragerði en án árangurs og þar sem bíllinn ók of hratt var ekki hægt að stöðva hann með því að aka utan í hann. Þá var reynt að snúa ökumanninum við á milli Hveragerðis og Selfoss en án árangurs. Lögreglan brá því á það ráð að loka Ölfusárbrú þannig að ökumaðurinn gat ekki keyrt yfir hana. Þegar hann kom að brúnni ók hann því út í ána á fullri ferð vinstra megin við brúna. Bílinn rak þar undir Ölfusárbrú þar sem hann steytti á steini. Maðurinn komst að sjálfsdáðum út úr bílnu og upp á þak hans þar sem hann komst í línu sem björgunarsveitarmenn köstuðu til hans frá brúnni. Hann beið svo á þaki bílsins þar til björgunarsveitarmenn á báti komu honum til bjargar. Að sögn lögreglu var líðan mannsins eftir atvikum góð en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. Tengdar fréttir Lögreglan lokaði Ölfusárbrú og maðurinn ók á fullri ferð út í ána Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. 19. júní 2017 11:57 Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bíllinn sem endaði í Ölfusá er í eigu Bílahallarinnar-Bílaryðvörn sem Jón Ragnarsson, fyrrum rallýkóngur, á og rekur. Jón segir bílinn hafa verið í láni. „Ég hafði meiri áhyggjur hvort að maðurinn hefði meiðst eða ekki. Hann virðist vera sæmilega heill. Annað veit ég ekki. En við berum ábyrgð á bílnum. Það er kannski fyrir mestu að hann fór í ána en ekki framan á einhvern bíl í öllum þessum látum,“ segir Jón en hann beið eftir símtali frá lögreglunni vegna frekari upplýsinga þegar fréttastofa náði tali af honum. Ökumaður bílsins sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan 10 í morgun og hófst eftirförin í kjölfarið. Ökumaðurinn keyrði inn á Sæbraut, þaðan inn Vesturlandsveg, upp Ártúnsbrekku og inn á Suðurlandsveg.Reyndu að stöðva bílinn með naglamottu og snúa honum við Svo ók hann sem leið lá til Selfoss, með smá krók í Norðlingaholti, en lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi tóku þátt í eftirförinni auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Reynt var að stöðva bílinn með naglamottu við Hveragerði en án árangurs og þar sem bíllinn ók of hratt var ekki hægt að stöðva hann með því að aka utan í hann. Þá var reynt að snúa ökumanninum við á milli Hveragerðis og Selfoss en án árangurs. Lögreglan brá því á það ráð að loka Ölfusárbrú þannig að ökumaðurinn gat ekki keyrt yfir hana. Þegar hann kom að brúnni ók hann því út í ána á fullri ferð vinstra megin við brúna. Bílinn rak þar undir Ölfusárbrú þar sem hann steytti á steini. Maðurinn komst að sjálfsdáðum út úr bílnu og upp á þak hans þar sem hann komst í línu sem björgunarsveitarmenn köstuðu til hans frá brúnni. Hann beið svo á þaki bílsins þar til björgunarsveitarmenn á báti komu honum til bjargar. Að sögn lögreglu var líðan mannsins eftir atvikum góð en hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík.
Tengdar fréttir Lögreglan lokaði Ölfusárbrú og maðurinn ók á fullri ferð út í ána Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. 19. júní 2017 11:57 Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögreglan lokaði Ölfusárbrú og maðurinn ók á fullri ferð út í ána Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. 19. júní 2017 11:57
Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38
Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36