Fataverslanir glíma við aukna netverslun og komu H&M hingað Haraldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Útlit er fyrir að fataverslun hér á landi taki miklum beytingum á næstunni. vísir/ernir Útlit er fyrir harðnandi samkeppni og miklar breytingar í íslenskri fataverslun. Munar þar mestu um samdrátt í sölu, samhliða aukinni netverslun, og komu H&M hingað til lands. Hagar loka fjórum tískuvöruverslunum á þessu ári og læstu í fyrra dyrum þriggja til viðbótar. Eigendur Next á Íslandi vilja fækka fermetrum sínum í Kringlunni en stjórnendur verslunarmiðstöðvarinnar vinna nú að framtíðarskipulagi byggingarinnar í samstarfi við erlenda sérfræðinga. Þá eiga forsvarsmenn Smáralindar í viðræðum við önnur erlend vörumerki í fataverslun. „Við erum svo sannarlega með augun á boltanum og gerum okkur grein fyrir því að það munu eiga sér stað miklar breytingar á næstunni,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, eiganda Kringlunnar.H&M mun opna þrjár fataverslanir hér á landi.Nordicphotos/GettyVilja pláss við H&M Af samtölum blaðamanns við sérfræðinga á sviði verslunar, sem vildu ekki láta nafns síns getið, að dæma er ljóst að koma H&M mun jafnvel hafa meiri áhrif á innlenda fataverslun en áður var gert ráð fyrir. Þeir benda á að sænski fatarisinn ætlar sér að opna þrjár verslanir; í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur, á næstu tveimur árum. Fyrirtækið hafi í öllum tilvikum tryggt sér verslunarrými á besta stað en að einnig þurfi að horfa til þess hversu stóra hlutdeild H&M á nú þegar af markaðinum hér heima vegna ferða Íslendinga til útlanda. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er talsverð ásókn í verslunarrými í Kringlunni og Smáralind sem eru staðsett nálægt H&M. Dæmi eru um að fyrirtæki sem eru nú þegar í byggingunum vilji komast nær verslununum. Að þeirra mati sé ákjósanlegt að vera sem næst versluninni sem útlit er fyrir að verði með mestu veltuna. Fataverslanir hér á landi eru margar reknar með sérleyfissamningum um erlend vörumerki og þeim fylgir viðbótarálagning ofan á innkaupsverð. Einn viðmælandi Markaðarins segir erlenda heildsala nú þurfa að lækka álagninguna, og innlendar fataverslanir að ná betra innkaupsverði, ætli þær að keppa við verðlagningu og vöruflokka H&M. Annar viðmælandi, með áratugareynslu af smásöluverslun, orðaði það svo að stjórnendur Regins fasteignafélags, sem á Smáralindina og var fyrst íslenskra fyrirtækja til að semja um opnun H&M, og síðar Kringlunnar, hafi hent napalmsprengjum inn í verslanamiðstöðvarnar tvær. Til viðbótar við komu H&M hefur velta íslenskrar fataverslunar dregist saman. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í byrjun mars dróst hún saman um tólf prósent í janúar á milli ára. Fataverslun virðist vera eini angi verslunar á Íslandi sem hefur ekki náð vopnum sínum eftir hrun og það þrátt fyrir kaupmáttaraukningu almennings, styrkingu krónunnar og niðurfellingu tolla á fatnaði og skóm. Á sama tíma hefur sprenging orðið í afgreiddum sendingum hjá Íslandspósti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sagði í samtali við Fréttablaðið að menn þar á bæ klóri sér í höfðinu yfir þessari þróun.Árni Sv. Mathiesen, stjórnarformaður Next á ÍslandiBreyta Next í Kringlunni Árni Sv. Mathiesen, stjórnarformaður Dagsólar, móðurfélags Next á Íslandi, staðfestir í samtali við Markaðinn að fyrirtækið eigi í viðræðum við forsvarsmenn Kringlunnar um að eina verslun Next hér á landi minnki úr 1.700 fermetrum í um þúsund. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort verslunin muni einnig flytja innan Kringlunnar. „Auðvitað eru menn alltaf á tánum og við þurfum sífellt að vera vakandi fyrir nýjungum. En við sjáum til dæmis að unga fólkið sem er að byrja að versla í dag er með allt aðra sýn á innkaup heldur en þeir sem eru eldri og óhræddari við að nota tölvutæknina. Það er margt sem við sem kaupmenn þurfum að líta til í umhverfi okkar,“ segir Árni. „Niðurstaðan er sú að við munum horfa til þess að laga til í fermetrum hjá okkur og fá hentugri sölufermetra og betri nýtingu. Við höfum verið að skoða þau mál út frá ákveðnu hagræðingarsjónarmiði. Það er allt opið í því. Við höfum verið að horfa á það vegna þess að við viljum breyta húsnæðinu sem við erum í og fá hlutfallslega fleiri sölufermetra en við erum með í dag og það getur kallað á það að við þurfum að fara í annað pláss þarna í húsnæðinu. Það er ekki komið það langt að það sé rétt að vera með yfirlýsingar um það.“ Árni bendir á þá umræðu sem komið hefur upp í þjóðfélaginu með tilkynningum H&M og Costco um opnanir verslana þeirra hér á landi. Umræðunni hafi meðal annars fylgt vitundarvakning meðal neytenda þegar komi að verðlagningu og samkeppni sem hafi leitt til þess að mörg verslunarfyrirtæki séu nú að skoða sín mál. „Svo er vefverslun að aukast mikið. Þetta kallar á það hjá öllum, eins og við höfum gert, að menn skoði bæði innkaupsverðið og hvernig þeir geta hagrætt í rekstri og boðið lægra verð. En við verðum líka að horfa til þess að við erum með fólk í vinnu og viljum borga góð laun.“Loka Dorothy Perkins Verslunarfyrirtækið Hagar, sem hefur síðustu ár rekið margar af þekktustu tískuvöruverslunum landsins, hefur ákveðið að loka báðum Topshop-verslunum sínum í Smáralind og Kringlunni. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti þetta við Vísi og sagði ákvörðunina hafa verið tekna í ljósi þess að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarplássin tvö. Daginn áður en frétt Vísis birtist höfðu Hagar lokað verslun Hagkaupa á 2. hæð Kringlunnar þar sem H&M mun opna síðar á árinu. Þar höfðu þeir rekið eina af fimm fataverslunum F&F hér á landi. Ekki kom fram í frétt Vísis að Hagar tóku í síðasta mánuði einnig ákvörðun um að loka fataversluninni Dorothy Perkins í Smáralind sem var rekin við hliðina á Topshop. Verslununum þremur verður öllum lokað í maí en þær eru starfræktar með sérleyfissamningum við Arcadia Group Brands í Bretlandi. H&M í Smáralind verður einnig opnuð síðar á árinu og þá í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú verslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. Hagar ráku einnig Warehouse-deild í Debenhams í Smáralind en tískuvöruverslun undir því nafni var einnig rekin í Kringlunni þangað til í nóvember í fyrra. Þá lokuðu Hagar einnig Karen Millen í Smáralind í febrúar 2016 og Evans, fataverslun með stærðir í 14-32, í júní í fyrra. Fyrirtækið rekur enn tvær verslanir Zöru, Karen Millen í Kringlunni og íþrótta- og útivistarvöruverslunina Útilíf.Guðjón Auðunsson, forstjóri Reitavísir/daníelH&M hefur mikil áhrif Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, segir stjórnendur Kringlunnar nú vinna með erlendum ráðgjöfum að framtíðarþróun verslunarmiðstöðvarinnar og svæðisins í kring. Tilefnið sé 30 ára afmæli Kringlunnar í ágúst næstkomandi en einnig breytingar í verslunarháttum og þá ekki síst vegna aukinnar hlutdeildar netverslunar. „Við höfum sett af stað vinnu með erlendum ráðgjöfum og þeir munu skoða með okkur hvernig allt Kringlusvæðið getur þróast til næstu ára og áratuga. Hvaða drifkraftar það eru sem breyta þessu umhverfi, hvaða áhrif netverslunin hefur og í hvaða átt þetta er allt að stefna. Erlendis hafa verslunarmiðstöðvar tekið að sér meira félagslegt hlutverk eins og aukna afþreyingu og annað slíkt og það er vert að skoða þau mál,“ segir Guðjón.Þessi ákvörðun ykkar um að taka H&M inn í Kringluna virðist hafa hreyft við mörgum verslunareigendum í húsinu? „H&M með ákvörðun sinni um innkomu inn á íslenska markaðinn hefur auðvitað mikil áhrif. Það er staðreynd að stór hluti af íslenskri fataverslun hefur átt sér stað erlendis. Það sem verður áhugavert að upplifa sem Íslendingur verður hvort þessi verslun muni flytja heim. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu en við erum hvergi bangin í öllum þessum breytingum,“ segir Guðjón og bætir við að á næstu vikum verði tilkynnt um hver fái um eitt þúsund fermetra verslunarplássið sem myndast við hlið H&M með komu sænska fyrirtækisins. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir viðræður standa yfir við eigendur annarra erlendra vörumerkja í fataverslun um opnun. „Það eru mjög áhugaverð vörumerki en ég get ekki greint frá því á þessari stundu. Þau eru bæði í fataverslun og öðru. Svo hafa stórir aðilar hjá okkur verið að endurbæta verslanir fyrir tugi milljóna og eru að búa sig undir betri tíð. Reyndar er það svo að okkur vantar fleiri fermetra til að leigja,“ segir Sturla. Lokun verslananna Topshop og Dorothy Perkins í Smáralind þýðir að tvö rými nálægt H&M, sem verður í suðurenda Smáralindar, losna í vor. „Við erum með mjög skemmtilegar verslanir í þessi leigurými. Þetta snýst allt um samþættingu í húsinu og hvað það er sem okkur vantar. Við erum að sækjast eftir ákveðnum vörumerkjum og með H&M tókst okkur það sem engum hafði tekist eða að ná þeim til Íslands.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.Hagar hafa tekið ákvörðun um að loka Dorothy Perkins í Smáralind og verslunum Topshop.vísir/anton Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Útlit er fyrir harðnandi samkeppni og miklar breytingar í íslenskri fataverslun. Munar þar mestu um samdrátt í sölu, samhliða aukinni netverslun, og komu H&M hingað til lands. Hagar loka fjórum tískuvöruverslunum á þessu ári og læstu í fyrra dyrum þriggja til viðbótar. Eigendur Next á Íslandi vilja fækka fermetrum sínum í Kringlunni en stjórnendur verslunarmiðstöðvarinnar vinna nú að framtíðarskipulagi byggingarinnar í samstarfi við erlenda sérfræðinga. Þá eiga forsvarsmenn Smáralindar í viðræðum við önnur erlend vörumerki í fataverslun. „Við erum svo sannarlega með augun á boltanum og gerum okkur grein fyrir því að það munu eiga sér stað miklar breytingar á næstunni,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, eiganda Kringlunnar.H&M mun opna þrjár fataverslanir hér á landi.Nordicphotos/GettyVilja pláss við H&M Af samtölum blaðamanns við sérfræðinga á sviði verslunar, sem vildu ekki láta nafns síns getið, að dæma er ljóst að koma H&M mun jafnvel hafa meiri áhrif á innlenda fataverslun en áður var gert ráð fyrir. Þeir benda á að sænski fatarisinn ætlar sér að opna þrjár verslanir; í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur, á næstu tveimur árum. Fyrirtækið hafi í öllum tilvikum tryggt sér verslunarrými á besta stað en að einnig þurfi að horfa til þess hversu stóra hlutdeild H&M á nú þegar af markaðinum hér heima vegna ferða Íslendinga til útlanda. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er talsverð ásókn í verslunarrými í Kringlunni og Smáralind sem eru staðsett nálægt H&M. Dæmi eru um að fyrirtæki sem eru nú þegar í byggingunum vilji komast nær verslununum. Að þeirra mati sé ákjósanlegt að vera sem næst versluninni sem útlit er fyrir að verði með mestu veltuna. Fataverslanir hér á landi eru margar reknar með sérleyfissamningum um erlend vörumerki og þeim fylgir viðbótarálagning ofan á innkaupsverð. Einn viðmælandi Markaðarins segir erlenda heildsala nú þurfa að lækka álagninguna, og innlendar fataverslanir að ná betra innkaupsverði, ætli þær að keppa við verðlagningu og vöruflokka H&M. Annar viðmælandi, með áratugareynslu af smásöluverslun, orðaði það svo að stjórnendur Regins fasteignafélags, sem á Smáralindina og var fyrst íslenskra fyrirtækja til að semja um opnun H&M, og síðar Kringlunnar, hafi hent napalmsprengjum inn í verslanamiðstöðvarnar tvær. Til viðbótar við komu H&M hefur velta íslenskrar fataverslunar dregist saman. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í byrjun mars dróst hún saman um tólf prósent í janúar á milli ára. Fataverslun virðist vera eini angi verslunar á Íslandi sem hefur ekki náð vopnum sínum eftir hrun og það þrátt fyrir kaupmáttaraukningu almennings, styrkingu krónunnar og niðurfellingu tolla á fatnaði og skóm. Á sama tíma hefur sprenging orðið í afgreiddum sendingum hjá Íslandspósti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sagði í samtali við Fréttablaðið að menn þar á bæ klóri sér í höfðinu yfir þessari þróun.Árni Sv. Mathiesen, stjórnarformaður Next á ÍslandiBreyta Next í Kringlunni Árni Sv. Mathiesen, stjórnarformaður Dagsólar, móðurfélags Next á Íslandi, staðfestir í samtali við Markaðinn að fyrirtækið eigi í viðræðum við forsvarsmenn Kringlunnar um að eina verslun Next hér á landi minnki úr 1.700 fermetrum í um þúsund. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort verslunin muni einnig flytja innan Kringlunnar. „Auðvitað eru menn alltaf á tánum og við þurfum sífellt að vera vakandi fyrir nýjungum. En við sjáum til dæmis að unga fólkið sem er að byrja að versla í dag er með allt aðra sýn á innkaup heldur en þeir sem eru eldri og óhræddari við að nota tölvutæknina. Það er margt sem við sem kaupmenn þurfum að líta til í umhverfi okkar,“ segir Árni. „Niðurstaðan er sú að við munum horfa til þess að laga til í fermetrum hjá okkur og fá hentugri sölufermetra og betri nýtingu. Við höfum verið að skoða þau mál út frá ákveðnu hagræðingarsjónarmiði. Það er allt opið í því. Við höfum verið að horfa á það vegna þess að við viljum breyta húsnæðinu sem við erum í og fá hlutfallslega fleiri sölufermetra en við erum með í dag og það getur kallað á það að við þurfum að fara í annað pláss þarna í húsnæðinu. Það er ekki komið það langt að það sé rétt að vera með yfirlýsingar um það.“ Árni bendir á þá umræðu sem komið hefur upp í þjóðfélaginu með tilkynningum H&M og Costco um opnanir verslana þeirra hér á landi. Umræðunni hafi meðal annars fylgt vitundarvakning meðal neytenda þegar komi að verðlagningu og samkeppni sem hafi leitt til þess að mörg verslunarfyrirtæki séu nú að skoða sín mál. „Svo er vefverslun að aukast mikið. Þetta kallar á það hjá öllum, eins og við höfum gert, að menn skoði bæði innkaupsverðið og hvernig þeir geta hagrætt í rekstri og boðið lægra verð. En við verðum líka að horfa til þess að við erum með fólk í vinnu og viljum borga góð laun.“Loka Dorothy Perkins Verslunarfyrirtækið Hagar, sem hefur síðustu ár rekið margar af þekktustu tískuvöruverslunum landsins, hefur ákveðið að loka báðum Topshop-verslunum sínum í Smáralind og Kringlunni. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfesti þetta við Vísi og sagði ákvörðunina hafa verið tekna í ljósi þess að stutt væri eftir af leigusamningum um verslunarplássin tvö. Daginn áður en frétt Vísis birtist höfðu Hagar lokað verslun Hagkaupa á 2. hæð Kringlunnar þar sem H&M mun opna síðar á árinu. Þar höfðu þeir rekið eina af fimm fataverslunum F&F hér á landi. Ekki kom fram í frétt Vísis að Hagar tóku í síðasta mánuði einnig ákvörðun um að loka fataversluninni Dorothy Perkins í Smáralind sem var rekin við hliðina á Topshop. Verslununum þremur verður öllum lokað í maí en þær eru starfræktar með sérleyfissamningum við Arcadia Group Brands í Bretlandi. H&M í Smáralind verður einnig opnuð síðar á árinu og þá í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú verslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. Hagar ráku einnig Warehouse-deild í Debenhams í Smáralind en tískuvöruverslun undir því nafni var einnig rekin í Kringlunni þangað til í nóvember í fyrra. Þá lokuðu Hagar einnig Karen Millen í Smáralind í febrúar 2016 og Evans, fataverslun með stærðir í 14-32, í júní í fyrra. Fyrirtækið rekur enn tvær verslanir Zöru, Karen Millen í Kringlunni og íþrótta- og útivistarvöruverslunina Útilíf.Guðjón Auðunsson, forstjóri Reitavísir/daníelH&M hefur mikil áhrif Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, segir stjórnendur Kringlunnar nú vinna með erlendum ráðgjöfum að framtíðarþróun verslunarmiðstöðvarinnar og svæðisins í kring. Tilefnið sé 30 ára afmæli Kringlunnar í ágúst næstkomandi en einnig breytingar í verslunarháttum og þá ekki síst vegna aukinnar hlutdeildar netverslunar. „Við höfum sett af stað vinnu með erlendum ráðgjöfum og þeir munu skoða með okkur hvernig allt Kringlusvæðið getur þróast til næstu ára og áratuga. Hvaða drifkraftar það eru sem breyta þessu umhverfi, hvaða áhrif netverslunin hefur og í hvaða átt þetta er allt að stefna. Erlendis hafa verslunarmiðstöðvar tekið að sér meira félagslegt hlutverk eins og aukna afþreyingu og annað slíkt og það er vert að skoða þau mál,“ segir Guðjón.Þessi ákvörðun ykkar um að taka H&M inn í Kringluna virðist hafa hreyft við mörgum verslunareigendum í húsinu? „H&M með ákvörðun sinni um innkomu inn á íslenska markaðinn hefur auðvitað mikil áhrif. Það er staðreynd að stór hluti af íslenskri fataverslun hefur átt sér stað erlendis. Það sem verður áhugavert að upplifa sem Íslendingur verður hvort þessi verslun muni flytja heim. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu en við erum hvergi bangin í öllum þessum breytingum,“ segir Guðjón og bætir við að á næstu vikum verði tilkynnt um hver fái um eitt þúsund fermetra verslunarplássið sem myndast við hlið H&M með komu sænska fyrirtækisins. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir viðræður standa yfir við eigendur annarra erlendra vörumerkja í fataverslun um opnun. „Það eru mjög áhugaverð vörumerki en ég get ekki greint frá því á þessari stundu. Þau eru bæði í fataverslun og öðru. Svo hafa stórir aðilar hjá okkur verið að endurbæta verslanir fyrir tugi milljóna og eru að búa sig undir betri tíð. Reyndar er það svo að okkur vantar fleiri fermetra til að leigja,“ segir Sturla. Lokun verslananna Topshop og Dorothy Perkins í Smáralind þýðir að tvö rými nálægt H&M, sem verður í suðurenda Smáralindar, losna í vor. „Við erum með mjög skemmtilegar verslanir í þessi leigurými. Þetta snýst allt um samþættingu í húsinu og hvað það er sem okkur vantar. Við erum að sækjast eftir ákveðnum vörumerkjum og með H&M tókst okkur það sem engum hafði tekist eða að ná þeim til Íslands.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.Hagar hafa tekið ákvörðun um að loka Dorothy Perkins í Smáralind og verslunum Topshop.vísir/anton
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira