Sviss og Norður-Írland skildu jöfn 0-0 á St. Jakobs Park-vellinum í Basel í leik sem lauk rétt í þessu en eftir 1-0 sigur Sviss í fyrri leik liðanna á dögunum verður það Sviss sem fer á HM.
Aðstæðurnar til knattspyrnu voru ekkert frábærar í kvöld en völlurinn var blautur og gerði hann leikmönnum erfitt fyrir. Sviss fékk betri færi og stýrði leiknum framan af en hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik reyndu gestirnir að færa sig ofar á vellinum og við það opnaðist meira svæði fyrir aftan vörn þeirra en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið.
Verður þetta í fjórða skiptið í röð sem Sviss verður með á HM í fótbolta eftir að hafa komist í 16-liða úrslit í Brasilíu en bið Norður-Íra eftir þátttöku á HM lengist enn sem hafa ekki tekið þátt frá árinu 1986.
Norður-Írar geta nagað sig í handbökin eftir þetta en þeir voru afar ósáttir með ódýra vítaspyrnu sem Svisslendignar fengu í fyrri leik liðanna sem réði á endanum úrslitum en vítaspyrnuna má sjá hér.
Markalaust er Sviss komst á HM
