Kjarri tjaldbúi kominn í skjól: „Fyrst leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 20:00 Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55