Selja Rosenberg eftir fimm mánaða rekstur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2017 16:15 Café Rosenberg er til húsa á Klapparstíg 27. Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnuði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir hann að reksturinn hafi ekki gengið nógu vel, en vill ekki fara út í ástæður sem liggi þar að baki. „Það er bara búið að selja staðinn og við það situr,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann vildi aðspurður ekki tjá sig um hverjir nýir eigendur staðarins væru eða hvaða ástæður liggi að baki ákvörðuninni. Þá vildi hann ekki svara því hvort staðnum yrði lokað vegna sölunnar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur starfsfólki staðarins ýmist verið sagt upp eða það hætt vegna vangoldinna launa.Milljónirnar sem hurfu Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, hefur um árabil starfað með tónlistarmönnum og kvikmyndargerðarfólki á Íslandi. Hefur hann meðal annars annast málefni hljómsveitarinnar Sigur Rósar frá árinu 2005. Frá því var greint í september að 35 milljónir króna hefðu horfið úr miðasölu fyrir tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpu. Var greint frá því í Fréttablaðinu að Kári hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. Þeim peningum virtist Kári síðan hafa ráðstafað í annað sem er viðburðinum og hljómsveitinni með öllu óviðkomandi. Svanhildur sór af sér alla aðkomu að málinu. Hún sagði að Harpa gerði samninga við tónleikahaldara sem væru að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Þeir ættu miðasölu af þeim viðburði sem þeir séu ábyrgir fyrir og að samningar tónleikahaldara við listamenn væru án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu. Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Kemur í ljós hvort stjórn Hörpu skoðar mál Sigur Rósar "Það kemur bara að því á næsta stjórnarfundi ef ástæða er til,“ segir Þórður Sverrisson, nýr stjórnarformaður Hörpu ohf., aðspurður hvort stjórnin muni óska eftir skýringum frá forstjóra um hvað leiddi til þess að tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni voru greiddir út tugir milljóna af miðasölu tónleika Sigur Rósar sem fram eiga að fara í desember. 15. september 2017 06:00 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ólafur Örn Ólafsson og Kári Sturluson hafa selt veitinga- og tónleikastaðinn Rosenberg við Klapparstíg. Ólafur og Kári keyptu reksturinn í febrúar á þessu ári og opnuði staðurinn í nýrri mynd í apríl síðastliðnum. Ólafur tilkynnti um söluna á Facebook síðu sinni í dag. Þar segir hann að reksturinn hafi ekki gengið nógu vel, en vill ekki fara út í ástæður sem liggi þar að baki. „Það er bara búið að selja staðinn og við það situr,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann vildi aðspurður ekki tjá sig um hverjir nýir eigendur staðarins væru eða hvaða ástæður liggi að baki ákvörðuninni. Þá vildi hann ekki svara því hvort staðnum yrði lokað vegna sölunnar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur starfsfólki staðarins ýmist verið sagt upp eða það hætt vegna vangoldinna launa.Milljónirnar sem hurfu Kári Sturluson, annar fráfarandi eigenda, hefur um árabil starfað með tónlistarmönnum og kvikmyndargerðarfólki á Íslandi. Hefur hann meðal annars annast málefni hljómsveitarinnar Sigur Rósar frá árinu 2005. Frá því var greint í september að 35 milljónir króna hefðu horfið úr miðasölu fyrir tónleikaröð Sigur Rósar í Hörpu. Var greint frá því í Fréttablaðinu að Kári hafi fengið 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur. Þeim peningum virtist Kári síðan hafa ráðstafað í annað sem er viðburðinum og hljómsveitinni með öllu óviðkomandi. Svanhildur sór af sér alla aðkomu að málinu. Hún sagði að Harpa gerði samninga við tónleikahaldara sem væru að fullu ábyrgir fyrir þeim viðburðum. Þeir ættu miðasölu af þeim viðburði sem þeir séu ábyrgir fyrir og að samningar tónleikahaldara við listamenn væru án aðkomu eða ábyrgðar Hörpu.
Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Kemur í ljós hvort stjórn Hörpu skoðar mál Sigur Rósar "Það kemur bara að því á næsta stjórnarfundi ef ástæða er til,“ segir Þórður Sverrisson, nýr stjórnarformaður Hörpu ohf., aðspurður hvort stjórnin muni óska eftir skýringum frá forstjóra um hvað leiddi til þess að tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni voru greiddir út tugir milljóna af miðasölu tónleika Sigur Rósar sem fram eiga að fara í desember. 15. september 2017 06:00 Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00
Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00
Kemur í ljós hvort stjórn Hörpu skoðar mál Sigur Rósar "Það kemur bara að því á næsta stjórnarfundi ef ástæða er til,“ segir Þórður Sverrisson, nýr stjórnarformaður Hörpu ohf., aðspurður hvort stjórnin muni óska eftir skýringum frá forstjóra um hvað leiddi til þess að tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni voru greiddir út tugir milljóna af miðasölu tónleika Sigur Rósar sem fram eiga að fara í desember. 15. september 2017 06:00
Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík. 1. febrúar 2017 16:25