Þörf á 372 milljörðum í innviði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 10:12 Að mati Samtaka iðnaðarins mun hið opinbera ekki geta staðið undir uppsafnaðri þörf í viðhald á innviðum landsins. Einkaaðilar munu því þurfa að koma að málum. vísir/anton brink Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða landsins er 372 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi en skýrslan var kynnt á fundi samtakanna í morgun. Til innviða teljast samgöngukerfið, flugvellir, vegir og hafnir, hitaveitur, fráveitur, vatnsveitur, fasteignir í eigu ríkis og sveitarfélaga, orkuvinnsla, orkuflutningar og úrgangsmál. Viðhaldsþörfin nemur 15,4 prósentum af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2017. Er það mat SI að hið opinbera geti ekki mætt þessari þörf eitt og sér heldur þurfi einkaaðilar að koma að uppbyggingu. Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf mest, mæld í fjárhæðum, í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Segir í skýrslunni að viðhaldi innviða hafi verið verulega ábótavant á þessum sviðum. Þannig séu hættulegir vegkaflar víða um land og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Þá hefur margoft verið fjallað um að bæta þurfi samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.Skýringarmynd úr skýrslu SI um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi sem kynnt var í dag.„Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Nauðsynlegt er að fara í fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi og hér hefur byggst upp þekking á rekstri slíkra verkefna sem má nýta. Ofangreindir innviðir fá gula ör þegar metið er hvort fjárfestingar í þeim muni gera það að verkum að þeir standist væntanlegar kröfur og þörf árið 2027, þ.e. eftir tíu ár. Þetta merkir að þó svo að fjárfest sé í innviðinum á næstu tíu árum mun hann ekki mæta betur en nú kröfum og þörfum á árinu 2027. Nær einkunnargjöfin fyrir framtíðarhorfur frá rauðri upp í græna ör. Í þessu sambandi koma hafnir og innanlandsflugvellir verst út, þ.e. fá rautt. Þetta þýðir að meiri háttar hindranir takmarka getu þessara innviða til að uppfylla kröfur og þarfir ársins 2027. Græna ör fá hins vegar fráveitur, hitaveitur, orkuvinnsla, orkuflutningar, sveitarfélagavegir, úrgangsmál og Keflavíkurflugvöllur, en það merkir að fyrirhugaðar eru fjárfestingar í viðkomandi innviðum sem gerir það að verkum að þeir muni mæta kröfum og þörfum eftir 10 ár,“ segir í skýrslu Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða landsins er 372 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi en skýrslan var kynnt á fundi samtakanna í morgun. Til innviða teljast samgöngukerfið, flugvellir, vegir og hafnir, hitaveitur, fráveitur, vatnsveitur, fasteignir í eigu ríkis og sveitarfélaga, orkuvinnsla, orkuflutningar og úrgangsmál. Viðhaldsþörfin nemur 15,4 prósentum af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2017. Er það mat SI að hið opinbera geti ekki mætt þessari þörf eitt og sér heldur þurfi einkaaðilar að koma að uppbyggingu. Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf mest, mæld í fjárhæðum, í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Segir í skýrslunni að viðhaldi innviða hafi verið verulega ábótavant á þessum sviðum. Þannig séu hættulegir vegkaflar víða um land og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Þá hefur margoft verið fjallað um að bæta þurfi samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.Skýringarmynd úr skýrslu SI um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi sem kynnt var í dag.„Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Nauðsynlegt er að fara í fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi og hér hefur byggst upp þekking á rekstri slíkra verkefna sem má nýta. Ofangreindir innviðir fá gula ör þegar metið er hvort fjárfestingar í þeim muni gera það að verkum að þeir standist væntanlegar kröfur og þörf árið 2027, þ.e. eftir tíu ár. Þetta merkir að þó svo að fjárfest sé í innviðinum á næstu tíu árum mun hann ekki mæta betur en nú kröfum og þörfum á árinu 2027. Nær einkunnargjöfin fyrir framtíðarhorfur frá rauðri upp í græna ör. Í þessu sambandi koma hafnir og innanlandsflugvellir verst út, þ.e. fá rautt. Þetta þýðir að meiri háttar hindranir takmarka getu þessara innviða til að uppfylla kröfur og þarfir ársins 2027. Græna ör fá hins vegar fráveitur, hitaveitur, orkuvinnsla, orkuflutningar, sveitarfélagavegir, úrgangsmál og Keflavíkurflugvöllur, en það merkir að fyrirhugaðar eru fjárfestingar í viðkomandi innviðum sem gerir það að verkum að þeir muni mæta kröfum og þörfum eftir 10 ár,“ segir í skýrslu Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira