Fundu óvænt 75 gráða heitt vatn í Áshildarmýri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2017 21:16 Sumarbústaðaeigendur í Áshildarmýri á Skeiðum duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir létu bora eftir heitu vatn því þar fannst 75 gráðu heitt vatn mjög óvænt. Ástæðan er sú að svæðið hefur verið skilgreint sem kalt svæði. Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Vatnið er að koma inn eftir 500 metra og þetta er bara yndislegt. Að vera að vinna fyrir þetta fólk hérna er bara frábært, þannig að þetta hefur lukkast vel,“ segir Steinar Már Þórisson, borstjóri við Áshildarmýri.En hefur fundist heitt vatn áður á svæðinu?„Nei, hér hefur ekki verið heitt vatn áður. Það er önnu rhola hérna aðeins ofar í sveitinni og hún gaf ekkert en er borið niður í 1000, 1100 metra,“ segir Steinar Már og lætur afar vel af verkefninu.Komin með nóg vatn til að hita sýsluna Hynur Árnason og Sigríður Jóna Friðriksdóttir eiga 100 hektara land í Áshildarmýri þar sem þau eru með sumarbústað og selja sumarbústaðalóðir. Þau létu bora eftir vatninu. „Við fórum niður í 705 metra og fengum þá á milli 75 og 80 gráðu heitt vatn, sem er sjálfrennandi upp á 1,6 sekúndulítra,“ segir Hlynur Árnason, eigandi Áshildarmýrar. Rúnar Lárusson, sumarbústaðaeigandi í Áshildarmýri, segir heitavatnsfundinn gleðilegan fyrir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. „Undanfarin ár höfum við kynt húsin okkar með rafmagni. Þetta er ástæðan fyrir því að við fórum að bora, að losna við þessa dýru kyndingu. Nú erum við komin með nóg vatn til að hita sýsluna liggur við, þetta er náttúrulega bara happdrætti.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sumarbústaðaeigendur í Áshildarmýri á Skeiðum duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir létu bora eftir heitu vatn því þar fannst 75 gráðu heitt vatn mjög óvænt. Ástæðan er sú að svæðið hefur verið skilgreint sem kalt svæði. Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Vatnið er að koma inn eftir 500 metra og þetta er bara yndislegt. Að vera að vinna fyrir þetta fólk hérna er bara frábært, þannig að þetta hefur lukkast vel,“ segir Steinar Már Þórisson, borstjóri við Áshildarmýri.En hefur fundist heitt vatn áður á svæðinu?„Nei, hér hefur ekki verið heitt vatn áður. Það er önnu rhola hérna aðeins ofar í sveitinni og hún gaf ekkert en er borið niður í 1000, 1100 metra,“ segir Steinar Már og lætur afar vel af verkefninu.Komin með nóg vatn til að hita sýsluna Hynur Árnason og Sigríður Jóna Friðriksdóttir eiga 100 hektara land í Áshildarmýri þar sem þau eru með sumarbústað og selja sumarbústaðalóðir. Þau létu bora eftir vatninu. „Við fórum niður í 705 metra og fengum þá á milli 75 og 80 gráðu heitt vatn, sem er sjálfrennandi upp á 1,6 sekúndulítra,“ segir Hlynur Árnason, eigandi Áshildarmýrar. Rúnar Lárusson, sumarbústaðaeigandi í Áshildarmýri, segir heitavatnsfundinn gleðilegan fyrir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. „Undanfarin ár höfum við kynt húsin okkar með rafmagni. Þetta er ástæðan fyrir því að við fórum að bora, að losna við þessa dýru kyndingu. Nú erum við komin með nóg vatn til að hita sýsluna liggur við, þetta er náttúrulega bara happdrætti.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira