Kaymer kominn í forystu í Abú Dabí Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 13:39 Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld. Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer er fremstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á HSBC-meistaramótinu sem nú fer fram í Abú Dabí en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Kaymer spilaði frábærlega í dag og kom í hús á 66 höggum, rétt eins og í gær. Hann er á samtals tólf höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem var með tvegga högga forystu eftir fyrsta keppnidaginn, gaf eftir í dag og er dottinn niður í 6.-9. sætið á níu höggum undir pari samtals. Spánverjinn Rafa Cabrera Bello spilaði vel í dag og er næstur á eftir Kaymer á ellefu undir pari. Þrír kylfingar koma svo næstir á tíu undir pari. Kaymer fór rólega af stað í dag og var á einu yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar. En svo kom örn á áttundu holu og hann fór svo á mikið flug á seinni níu holunum. Alls fékk hann sex fugla, tvö pör og einn skolla á seinni hluta hringsins í dag. Kaymer er í 53. sæti heimslistans sem stendur. Hann var efstur í átta vikur árið 2011 og vann opna bandaríska meistaramótið árið 2014. En síðan þá hefur hann ekki unnið mót og átt erfitt uppdráttar. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 08.30 í fyrramálið. Útsening frá PGA-mótinu CareerBuilder Challenge á Golfstöðinni hefst klukkan 20.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira