Fótbolti

Tim Howard efast um ástríðu leikmanna eins og Arons Jóhannssonar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Howard og Aron Jóhannsson voru samherjar í bandaríska landsliðinu.
Tim Howard og Aron Jóhannsson voru samherjar í bandaríska landsliðinu. Vísir/Getty
Tim Howard, markvörður bandaríska landsliðsins til fjöldamargra ára, hefur gagnrýnt þá stefnu sem Jürgen Klinsmann hafði sem landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.

Þó nokkrir leikmenn sem höfðu ekki alist upp í Bandaríkjunum en voru með tvöfalt ríkisfang fengu tækifæri með bandaríska landsliðinu í stjórnartíð Klinsmann.

Aron Jóhannsson er einn þeirra. Aron er uppalinn Fjölnismaður og lék með yngri landsliðum Íslands. Hann fæddist þó í Bandaríkjunum þegar foreldrar hans voru þar í námi og þess vegna gat hann gefið kost á sér í bandaríska liðið.

Sjá einnig: Aron: Mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið

„Jürgen Klinsmann leitaði að leikmönnum um allan heim sem höfðu bandarískar rætur,“ sagði hann í samtali við bandaríska dagblaðið USA Today.

„Þó svo að þú hafir rætur að rekja til Bandaríkjanna þýðir það þó ekki endilega að þú hafir ástríðu til að spila með því landi,“ sagði Howard enn fremur. „Þetta var ágæt kenning en alls ekki gallalaus.“

Klinsmann var rekinn úr starfi landsilðsþjálfara seint á síðasta ári og Bruce Arena tók á nýjan leik við liðinu. Hann hafði áður gagnrýnt sömu stefnu Klinsmann en hefur síðan hann tók við sagt að allir leikmenn komi til greina hjá honum.

Sjá einnig: Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn

„Bruce Arena mun sjá til þess að menn hafi alvöru trú og spili af lífi og sál. Mér finnst að við höfum að einhverju leyti glatað því undanfarin ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×