Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 20:30 Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“ Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“
Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25