Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 20:30 Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“ Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“
Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25