Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 20:30 Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“ Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“
Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25