Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.
„Spurningar hafa vaknað af hverju skýrslan var ekki birt fyrr en samkvæmt fréttum var henni skilað í október,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Segir hún að margt þurfi að skoða í framhaldinu.
„Skoða þarf hvort nægilega vel er búið að framkvæmd skattaeftirlits og skattrannsókna. Og skoða þarf hvaða áhrif afnám hafta mun hafa á þessa hluti í framtíðinni og hvort fjármunir úr skattaskjólum hafa verið að skila sér inn í landið að undanförnu í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans,“ segir Katrín.
Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar gæti mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990.
Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni en sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg.
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu
Tengdar fréttir
Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna
Árlegt skattatap hins opinbera vegna aflandsfélaga er metið á milli 4,6 og 15,5 milljarðar króna. Landsbankinn í Lúxemborg sá um stofnun meirihluta félaganna. Hlutdeild aflandsfélaga í úrvalsvísitölunni árið 2007 var 56 prósent. Þetta k