„Við viljum finna aðra Jörð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 19:30 „Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
„Þetta er það sem rannsóknir á reikistjörnum utan sólkerfisins snúast að mestu leyti um. Við viljum finna aðra Jörð,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins um uppgötvun sjö reikistjarna á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Geimvísindastofnanir tilkynntu í dag um tilvist að minnsta kosti sjö lítilla reikistjarna í kringum köldu rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sævar segir að uppgötvunin sé býsna merkileg, ekki síst fyrir þær sakir hversu nálægt okkur reikistjörnurnar eru. „Það þýðir það að við getum notað alla stærstu sjónauka heimsins sem eru til í dag og líka í framtíðinni til þess að rannsaka þetta sólkerfi í smáatriðum og það höfum við hingað til ekki getað gert þannig að þetta er spennandi að því leytinu til,“ segir Sævar Helgi. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Vísir/Graphic NewsÓmögulegt að segja hvort það reynist líf í sólkerfinu Þrátt fyrir að 40 ljósár teljist ekki gríðarleg fjarlægð í heimi geimvísinda bendir Sævar Helgi þó á að ferðalög þangað séu ómöguleg, að minnsta kosti í nánustu framtíð enda myndi það taka geimfara átta hundruð þúsund ár að ferðast að reikistjörnunum miðað við núverandi tækni. Þrjár af reikistjörnunum eru í lífbelti sólkerfisins og gætu þar af leiðandi haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og þannig aukið líkurnar á að í kerfinu gæti leynst líf. En hvers konar líf? „Það er ómögulegt að segja. Við vitum í fyrsta lagi ekki hvort það sé líf þarna yfir höfuð og kannski er það ólíklegt,“ segir Sævar Helgi. „Ef það er eitthvað líf þarna er ómögulegt að segja til um hvernig það er, það fer alveg eftir umhverfisaðstæðum og þróun.“ Búast má við að vísindamenn muni grannskoða reikistjörnunar og hefur Hubble-sjónaukinn þegar beint sjónum sínum að hnöttunum sjö. Vísindamenn munu á næstu misserum beina stærstu sjónaukum heimsins að sólkerfinu til þess að afla meiri upplýsinga. „Við viljum finna aðra Jörð, ekki til þess að geta endilega flutt þangað, heldur til þess að geta lært svolítið meira um fjölbreytileika lífs í alheiminum og hvernig við komumst hingað þar sem við erum núna,“ segir Sævar Helgi.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00