Gamla flugstöðin í Keflavík hverfur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2017 21:15 Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við gömlu flugstöðina í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Ákveðið hefur verið að rífa gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hefst niðurrif hennar strax eftir helgi. Flugskýli verður reist í staðinn. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugstöðin í Varnarstöðinni þjónaði sem aðalmillilandaflugstöð Íslendinga í aldarfjórðung, frá því snemma á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1987 er Leifsstöð var opnuð. Þar hófst ferðin til útlanda, þar voru innritunarborðin og síðan tók við vegabréfaskoðun og vopnaleit.Þarna hófst utanlandsferðin þegar gengið var inn í brottfararsalinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir innan var bandaríski herinn hins vegar búinn að breyta flestum innréttingum, en hann notaði flugstöðina þar til Varnarliðið fór. Í frétt Stöðvar 2 sýnir Friðþór Eydal, fulltrúi Isavia, hvar barinn var í flugstöðinni. „Þessi frægi þar sem Íslendingar vöndust á að drekka fyrsta bjórinn eldsnemma á morgnana,” segir Friðþór.Friðþór Eydal sýnir hvar barinn var í gömlu flugstöðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Barinn er löngu horfinn. Það er helst að eldri Íslendingar þekki aftur salinn þar sem menn fengu töskurnar og fóru í gegnum tollskoðun. Margir muna eftir glugganum á efri hæðinni þar sem sjá mátti flugvélarnar koma. En nú eru örlög hússins ráðin: „Já, það verður rifið og niðurrifið hefst bara á allra næstu dögum og því á að vera lokið í mars,” segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Vél Loftleiða séð af efri hæð gömlu flugstöðvarinnar um miðjan sjöunda áratuginn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Einhverjir spyrja kannski hvort ástæða hafi verið til að halda í húsið í ljósi sögulegs gildis. En Friðþór spyr á móti hver eigi þá að borga fyrir það. En kom til greina að halda flugstöðinni, til dæmis fyrir innanlandsflug? Guðjón kveðst ekki vita til þess að nein slík ósk hafi borist. „Þetta hús hefur ekki verið notað síðan Varnarliðið fór. Svo er komin upp mygla á nokkrum stöðum í húsinu. Svo er það í rauninni, má segja, barn síns tíma.”Flugstöðin var tekin í notkun árið 1949.Mynd/Isavia.Flugvélar nýta enn stæðin fyrir utan gömlu flugstöðina. En núna þarf hún að víkja fyrir nýrri starfsemi. Reisa á flugskýli á staðnum, samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15