Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 22:04 Benedikt sagði á fundinum í kvöld að bæta þurfi vinnubrögð á Alþingi, þegar flokksmenn sögðust ósáttir við Bjarna Benediktsson. Vísir/ernir Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. Skýrslan var afhent Bjarna í október en var ekki gerð opinber fyrr en síðastliðinn föstudag. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tók undir áhyggjur flokksmanna sinna og sagði að þessi vinnubrögð þyrfti að laga. Hins vegar sé betra að laga þau innan stjórnar en utan. Formanninum var jafnframt tíðrætt um samstarfið við Bjarta framtíð, en flokkarnir tveir gengu sameiginlega til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Sagðist hann hafa talað við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, daglega eftir kosningar, að undanskildum jóladegi. Þá sagðist hann reglulega hafa leitað ráðlegginga hjá flokknum, verandi nýr á þingi. Benedikt sló jafnframt á létta strengi en hann byrjaði ræðu sína á að lofa fundargestum að taka ekki víkingaklappið. Það hafi verið meira en nóg að hafa gert sig að fífli á gamlársdag, og vísaði þar með í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem formennirnir, auk Tólfunnar og nokkurra landsliðsmanna í fótbolta, tóku húh-ið fræga. Uppákomuna má sjá hér fyrir neðan. Nýr stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var kynntur á fundum flokkanna nú í kvöld. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið samþykkt í röðum Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, en fundur Bjartrar framtíðar stendur enn yfir, en heimildir fréttastofu herma að þar sé einnig ósætti vegna skattaskjólsskýrslunnar. Bjarni Benediktsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að ráðherraskipan yrði kynnt annað kvöld. Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. Skýrslan var afhent Bjarna í október en var ekki gerð opinber fyrr en síðastliðinn föstudag. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tók undir áhyggjur flokksmanna sinna og sagði að þessi vinnubrögð þyrfti að laga. Hins vegar sé betra að laga þau innan stjórnar en utan. Formanninum var jafnframt tíðrætt um samstarfið við Bjarta framtíð, en flokkarnir tveir gengu sameiginlega til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Sagðist hann hafa talað við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, daglega eftir kosningar, að undanskildum jóladegi. Þá sagðist hann reglulega hafa leitað ráðlegginga hjá flokknum, verandi nýr á þingi. Benedikt sló jafnframt á létta strengi en hann byrjaði ræðu sína á að lofa fundargestum að taka ekki víkingaklappið. Það hafi verið meira en nóg að hafa gert sig að fífli á gamlársdag, og vísaði þar með í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem formennirnir, auk Tólfunnar og nokkurra landsliðsmanna í fótbolta, tóku húh-ið fræga. Uppákomuna má sjá hér fyrir neðan. Nýr stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var kynntur á fundum flokkanna nú í kvöld. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið samþykkt í röðum Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, en fundur Bjartrar framtíðar stendur enn yfir, en heimildir fréttastofu herma að þar sé einnig ósætti vegna skattaskjólsskýrslunnar. Bjarni Benediktsson sagði við Vísi fyrr í kvöld að ráðherraskipan yrði kynnt annað kvöld.
Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20
Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44