Erlent

Charles Manson fluttur aftur í fangelsi eftir spítalavist

Anton Egilsson skrifar
Charles Manson.
Charles Manson. Vísir/AFP
Bandaríski glæpamaðurinn Charles Manson hefur verið fluttur í fangelsi á ný eftir að hafa legið á spítala síðan á miðvikudag sökum slæms heilsufars. UPI greinir frá. 

Manson sem er 82 ára gamall afplánar nífaldan lífstíðardóm í fangelsi í Kaliforníu en hann fyrirskipaði fylgjendum sínum í ágúst  árið 1969 að myrða leikkonuna Sharon Tate og sex aðra í ágúst 1969. 

Var Manson upphaflega dæmdur til dauða en dómnum var breytt eftir að Hæstiréttur Kalíforníu komst að því að dauðarefsing væri andstæð Bandarísku stjórnarskránni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×